5 dýrustu eignirnar sem seldust árið 2023

Á dögunum birti Pálsson fasteignasala myndband með fimm dýrustu eignunum sem seldust á árinu 2023.

Í myndbandinu má sjá fimm eignir á höfuðborgarsvæðinu sem eiga það sameiginlegt að vera afar glæsilegar, en sú dýrasta seldist á hvorki meira né minna en 575 milljónir.

Friðað einbýli og Hafnafjarðarhöll

Fyrst eru tvær eignir skoðaðar sem seldust á jafn háu verði, en þær prýða fimmta og fjórða sæti listans. Fyrsta eignin er staðsett við Ánanaust 3 í Vesturbæ Reykjavík og er 236 fermetrar að stærð. Hún seldist á 355 milljónir. 

Næsta eign er við Bergstaðastræti 70 í Reykjavík. Húsið var selt 6. mars 2023 á 355 milljónir, en kaupendur hússins eru Stefanía Sigfúsdóttir arkitekt og Gísli Valur Guðjónsson framkvæmdastjóri Ísafoldar Capital Partners. Húsið telur 343,5 fermetra og var teiknað af Skarphéðni Jóhannessyni arkitekt, en það var Hjalti Geir Kristjánsson sem hannaði húsið að innan. 

Þriðja dýrasta eignin sem seldist árið 2023 er við Brúnás 3 í Hafnarfirði. Húsið er teiknað af Sigurði Hallgrímssyni arkitekt en Guðbjörg Magnúsdóttir innanhússarkitekt hannaði húsið að innan. Eignin telur 409 fermetra og er á tveimur hæðum, en það var selt á 365 milljónir. 

Dýrasta eignin seld á 575 milljónir

Næst dýrasta eignin sem seldist árið 2023 er við Ánanaust 1 í Vesturbæ Reykjavíkur. Sú eign telur 278 fermetra og seldist á 416 milljónir. 

Dýrasta eignin sem seldist árið 2023 er við Túngötu 20 í Reykjavík. Eignin telur 510 fermetra og var seld á 575 milljónir, en það voru þau Grímur Garðarsson eigandi Bestseller á Íslandi og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir fjárfestir sem keyptu húsið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál