Guðbjörg seldi 230 milljóna lúxusíbúð við Hafnartorg

Guðbjörg Sigurðardóttir kvikmyndaframleiðandi hefur selt lúxusíbúð sína við Reykjastræti 5.
Guðbjörg Sigurðardóttir kvikmyndaframleiðandi hefur selt lúxusíbúð sína við Reykjastræti 5. Samsett mynd

Guðbjörg Sigurðardóttir kvikmyndaframleiðandi hefur selt íbúð sína við Reykjastræti 5 í Reykjavík.

Um er að ræða 148,7 fm íbúð sem er í blokk sem reist var 2019. Guðbjörg greiddi 207.000.000 kr. fyrir íbúðina þegar hún keypti hana 11. mars 2022.

Nú hefur hún selt íbúðina á 230.000.000 kr. Kaupendurnir eru Árni Arnarson og Herdís Karlsdóttir. 

„Lyfta opnast beint inn í íbúðina. Þrjú svefnherbergi og þrjú baðherbergi eru í íbúðinni. Herbergin skiptast í tvær svítur með baðherbergi inn af og þriðja herbergið sem mætti nota sem skrifstofuherbergi. Þriðja baðherbergið er gestasnyrting. Stofan er opin í gegnum íbúðina miðja með eldhúsi og borðstofu í hinn endann,“ sagði í fasteignaauglýsingu á fasteignavef mbl.is þegar íbúðin var sett á sölu.

„Tvær svalir eru í sitthvorum endanum í íbúðinni! Aðrar svalirnar úr stofunni snúa út í sér garð fyrir íbúa og hinar svalirnar eru út frá eldhúsi/borðstofu með útsýni að Hörpunni og einnig að Hallgrímskirkju. Tvö sérmerkt bílastæði eru í sér bílakjallara fyrir húsið sem er innangengt í og úr húsi.“

Árni Arnarson og Herdís Karlsdóttir reka fyrirtækið Vinnuföt ehf. Þau bjuggu áður við Kolagötu 3 en seldu íbúðina á dögunum. Kaupandi íbúðarinnar er tónlistarmaðurinn Högni Egilsson en hann greiddi 131.000.000 kr. fyrir íbúðina.

Smartland óskar Árna og Herdísi til hamingju með íbúðina!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda