350 milljóna íbúð við Reykjastræti seld í skúffunni

Íbúðirnar við Bryggjugötu í Reykjavík eru eftirsóttar hjá hinum vel stæðu. Á dögunum var 191 fm íbúð seld á 350.000.000 kr. Íbúðin var ekki auglýst til sölu og seld í skúffunni eins og sagt er. Fasteignasalan Betri stofan sá um söluna á íbúðinni. 

Það sem íbúðirnar við Bryggjugötu eiga sameiginlegt er að úr þeim er einstakt útsýni yfir Reykjavíkurhöfn. 

Nýr eigandi íbúðarinnar er Helga S. Guðmundsdóttir fjárfestir. Hún keypti íbúðina af Helga S. Þorsteinssyni og Maríu Björk Wendel. 

Íbúðirnar við Bryggjugötu eru sérlega vel útbúnar og sumar þeirra eru með innréttingum úr am­er­ískri hnotu frá ít­alska hand­verks­hús­inu Gili Creati­ons. Með tækjum frá Miele og Liebherr og snjallheimiliskerfi þar sem hægt er að stýra lýsingu heimilisins og hitastigi á tæknilegan hátt. 

Á dögunum var fjallað um samskonar íbúð þegar hún fór á sölu. 

Smartland óskar Helgu til hamingju með íbúðina! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál