Yfirgaf 101 og festi kaup á „hótel“-íbúð með útsýni

Hlín Agnarsdóttir rithöfundur og leikstjóri flutti úr 101, þar sem hún hafði búið mestan part ævi sinnar, til að kaupa helmingi minni íbúð í austurborginni. Íbúðin er um 48 fm að stærð og sérlega vel skipulögð. 

Úr íbúðinni er útsýni yfir Reykjavík og nýtur Hlín þess að sitja í sófanum við stofugluggann og horfa yfir borgina. 

Hlín býr reyndar ekki allan ársins hring í íbúðinni því hún á kærasta í Svíþjóð og er með annan fótinn rétt fyrir utan bæinn Uppsala. Ástarsaga Hlínar er óvenjuleg en hún og kærasti hennar kynntust á námsárunum og voru kærustupar í tvö ár. Svo slitnaði upp úr sambandi þeirra og í 16 ár ríkti alger þögn á milli þeirra eða þangað til þau endurnýjuðu kynnin í gegnum Facebook. Hlín er barnlaus og segir að hún verði stundum sorgmædd yfir því að hafa ekki eignast afkvæmi. Þegar það gerist heilar hún sig og finnur leið til að halda áfram með lífið og  tilveruna. 

Á dögunum gaf Hlín út skáldsöguna Hilduleik, sem fjallar um Hildu sem er komin á „aflifunaraldur“ sem margir kalla eftirlaunaaldur. Þessi aflifunaraldur er Hlín hugleikinn því það styttist í 67 ára afmælið og þá getur allt gerst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál