Hvernig á að ná rauðvíni úr fötum eftir jólahlaðborðið

Fór rauðvín í fötin á jólahlaðborðinu?
Fór rauðvín í fötin á jólahlaðborðinu? Ljósmynd/Colourbox

Á aðventunni er oft mikið um jólahlaðborð og tilheyrandi rauðvínsdrykkju. Ef þú sullar ekki niður á kjólinn þinn sér kannski einhver annar um það, kannski vinnufélagi þinn. Best er að reyna ná blettinum úr strax. 

Á vefnum Leiðbeiningastöð heimilanna er að finna mörg ráð gegn ýmsum blettum. „Til að ná blettum úr fatnaði eða öðru er best að reyna strax eða sem allra fyrst að vinna á þeim. Sitji blettur of lengi þannig að efnið drekki hann í sig, þornar hann inn í efnið og erfiðara verður og stundum ógerningur að ná honum úr,“ segir á vefnum. 

Það eru líklega ekki margir sem mæta með matarsóda á jólahlaðborðið en þó eru nokkrar góð ráð við erfiðum rauðvínsblettum. Það er að minnsta kosti sniðugt að reyna fjarlægja blettinn þegar heim er komið. Ef allt bregst má fara með flíkina í hreinsun. 

Ráð þegar kemur að rauðvínsblettum

Þurrkið mesta vökvann upp. Stráið matarsóda yfir blettinn og látið þorna. Skolið og þvoið á venjulegan hátt.

Aðferðin með uppþvottalög og plastpoka virkar vel á rauðvínsbletti. Þá er uppþvottalögur settur á blettinn. Flíkin sett í plastpoka, lokað vel fyrir og látið bíða í nokkra klukkutíma, jafnvel hálfan sólarhring. Þá er bleytt upp í blettinum með volgu vatni, því næst er skolað vel og flíkin þvegin. 

Það má hella hvítvíni strax yfir rauðvínsblett eða nota sódavatn og þurrka upp með svampi. Þvo síðan.

Eitt ráð er líka að bera glýserínupplausn (blandað til helminga á móti vatni). Látið liggja á um stund og skolið vel með volgu vatni. Ef enn mótar fyrir bletti er uppþvottalögur ágætur til að ná honum af.

Það er ekki alltaf hægt að þvo strax.
Það er ekki alltaf hægt að þvo strax. Ljósmynd/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál