c

Pistlar:

21. júlí 2015 kl. 14:19

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

Sannleikurinn um sykur, hormón og liðverki

Ég verð bara að segja þér, yfir 14 þúsund voru sykurlausir og sáttir í gær!

Ég er ofboðslega þakklát og uppfull af gleði eftir þessa 14 daga og ótrúlega gaman að heyra þátttakendur tala um bætta líðan, jafnari orku, þyngdartap og losun verkja!

“Mér líður svo vel á þessu sykurlausa fæði búin að missa 5kg og verkir í höndunum farnir og sef miklu betur, og ég hef ekki fengið höfuðverk eða slæmt mígreniskast síðan ég byrjaði sem er æði og ég er orku meiri :D” — María Erla Ólafsdóttir

Með reglulegri neyslu á sykri geta áhrifin á líkamann oft farið framhjá okkur. Því sannleikurinn er að sykur getur haft heilsuspillandi áhrif á liðverki, hormón og skjaldkirtil!

Sannleikurinn um sykur, hormón og liðverki

Hormón

Hormón eru boðefni líkamans sem ferðast um blóðrásina til vefja og líffæra. Hormón okkar hafa gríðarleg áhrif á getu að léttast, svefn, skap, kyngetu og margt fleira.

Sykur og einföld kolvetni eru þekkt fyrir áhrif á þyngdaraukningu, en þessar fæðutegundir hafa einnig mikil áhrif á fyrirtíðarspennu og einkenni á breytingaraldrinum. Sérstaklega þegar kemur að þreytu, sleni, matarlöngunum (sykurlöngun) og skapsveiflum.

Sykur hefur ekki aðeins áhrif á sveiflur í skapi og orku heldur truflar hann líka eitt af kraftmesta hormóninu í líkama okkar, insúlíninu sem stýrir þyngdartapi. En það tengist líka öðrum hormónum í líkama okkar eins og estrógeni og testósteróni. Þegar insúlín hækkar mikið, oftast eftir máltíð fulla af sykri, getur það leitt til lágs gilda af ákveðnu próteini sem kallast SHBG. SHBG bindur auka estrógen og testósterón í blóðinu, en þegar það er lágt þá aukast þessi hormón. Insúlín eykur einnig framleiðslu á testósteróni, sem er síðan umbreytt í ennþá meira estrógen.

Með því að koma ójafnvægi á hormónabúskap líkamas margfaldar það einkenni eins og pirring, kvíða, gleymni og konur á breytingaraldri upplifa ennþá sterkari einkenni eins og hitakóf, nætursvita og kviðfitusöfnun. 

Ef þú upplifir eitthvað af þessu gæti það að sleppa sykri verið ein leið að náttúrulegum bata. Þetta er eitthvað sem ég veit margar konur hjá mér sem hafa lokið Nýtt líf og Ný þú þjálfun vitna um, sem málesa meira um hér. Sýna jafnframt margar rannsóknir að sterk tengsl milli mataræðis og hormóna, m.a að slæmt mataræði, vítamín- og steinefnaskortur getur aukið á einkenni fyrirtíðarspennu.

Skjaldkirtill

Skjaldkirtillinn stjórnar efnaskiptum líkamans, hitastigi og orkuframleiðslu. Hann fær örvun frá heiladingli (TSH) um að framleiða hormónin T4 og T3. Meirihluti T4 umbreytist í T3 í lifrinni þannig að eðlileg starfsemi hennar er mjög mikilvæg.

Rétt mataræði er lykillinn að heilbrigðum skjaldkirtli og þarf það að innihalda mikið af sinki, seleni og joði til að framleiða ensím sem umbreyta T4 í T3. En sykur bindur skjaldkirtilshormónið sem gerir það ófáanlegt líkamanum. Hann hefur því slæm áhrif á skjaldkirtilinn og er ekki mælt með mikilli sykurneyslu fyrir þá sem eru með hægan skjaldkirtil.

Ef þú ert með vanvirkan skjalkirtill getur sykur verið einn þeirra þátta sem veldur ójafnvægi, kíktu á greinar frá mér um skjaldkirtilinn hér og hér til að kafa dýpra um rétt mataræði fyrir vanvirkan skjaldkirtil.

Liðverkir

Liðverkir og gigt stafa oft af bólgum í líkamanum. Hafa þarf í huga að bólgur eru hluti af eðlilegri svörun ónæmiskerfisins til að vernda okkur gegn sýkingum og krabbameinum, þær eru því ekki alltaf slæmar. En tilefnislausar og sívarandi bólgur í líkamanum eru hins vegar óeðlilegar og geta stuðlað að sjúkdómum.

Harvard Women´s Health Study rannsóknin sýndi fram á að konur sem borðaðu fæðu með háum sykurstuðli höfðu aukna bólguvirkni.

En fleiri rannsóknir sýndu einnig fram að sveiflur í blóðsykri sem verða t.d. við sykurneyslu eða eftir neyslu einfaldra kolvetna, eins og hvít brauð og pasta geti aukið framleiðslu á bólguvaldandi efnum í líkamanum og þar með stuðlað að bólgu.

Flest okkar geta trúlega tengt við að vakna uppþembd daginn eftir saumaklúbbinn þar sem sykraðar tertur voru á boðstólnum.

Spilar mataræðið, vítamín og lífsstíll sjálfsagt hlutverki í liðverkjum en eftir að hafa leitt yfir hundruð kvenna í Nýtt líf og Ný þú þjálfun okkar sé ég að sykurinn spilar leiðandi hlutverk í liðverkjum.

Vatn er nauðsynlegt að flytja næringarefni milli líffæra og viðhalda heildbrigðri meltingu og starfsemi, svo ef þú upplifir gjarnan verki í liðamótum bættu við vatni og reyndu þitt besta að forðast sykurneyslu til að draga úr bólguvirkni í líkamanum.

Ef þú hefur verið með okkur í sykuráskorun vona ég að þú haldir áfram þeirri braut og takir þekkinguna og ávinninginn með þér inní sumarið.

Ef þú hefur áhuga á að kafa dýpra og fá stuðning frá A-Ö og upplifa þig 20 árum yngri, fyllast orku og ná þyngdartapsmarkmiði þínu ekki örvænta því að við munum byrja okkar Nýtt líf og Ný þú þjálfun í haust. Svo vertu viss um að fara hér og hoppa um borð á biðlistann svo þú sért fyrst að frétta þegar við opnum og gefum frá okkur ókeypis kennslugögn og leiðarvísi úr þjálfun.

Eigðu umfram allt yndislega viku og ef þú lærðir eitthvað nýtt af greininni væri ég þakklátt ef þú deildir henni á facebook

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira