c

Pistlar:

13. september 2016 kl. 22:33

K Svava (ksvava.blog.is)

Nýr lífstíll

Stór dagur í dag, fyrsti dagurinn sem að ég læt aðeins sparka í rassinn á mér til að komast í gang eftir þónokkra þægilega mánuði en ég er að byrja í lífstílsbreytingu hjá Smartlandi og Sporthúsinu, þannig að maður gerir þetta ekki bara fyrir sig, smá pressa að hafa þetta allt opinbert :)  Fyrsta púlið byrjar strax á morgun og ekki seinna vænna en að keyra þetta í gang.  Verður gífurlegt púl en ég hef fulla trú á að Lilja eigi eftir að halda mér við efnið og ég tala ekki um hinar þrjá snillingana sem að ætla að ganga í gegnum þetta ævintýri með mér.

Við skulum sjá hversu hress maður verður eftir fyrsta tímann.. ég man alveg hvernig það er að fá harðsperrur en hvort að maður sé tilbúin fyrir þær, það er allt önnur ella.  Það var allavega gaman að eiga þessa litlu stund með ykkur, vonandi lifi ég þetta af.

K Svava

K Svava

Létt geggjuð háskólamær í fullri vinnu sem ætlar að taka nýjan lífstíl í nefið! Meira