c

Pistlar:

3. október 2015 kl. 17:09

Sandra Vilborg Jónsdóttir (sandravilborg.blog.is)

Skipulag og aftur skipulag...

Mataræðið skiptir öllu máli hjá mér þessa dagana og svo allt gangi upp þarf mikið skipulag. Ég hef ítrekað lent í því að eiga ekkert til að borða eða gleymi hreinlega millibitunum sem skipta öllu.

Ekki er alltaf auðvelt að hlaupa út í búð eða á næstu heilsubúllu þegar drengurinn sefur vært í hádeginu. Svo í dag setti ég upp plan fyrir allar máltíðir og millimál vikunnar og gerði innkaupalista. Aldrei hafa innkaupin verið eins skipulögð hjá mér og mikið verður gaman að sjá hvort áætlunin gengur upp hjá mér og nýtingin sömuleiðis. Það er ekkert sem mér finnst leiðinlegra en að henda mat sem hefur gleymst inní ískáp! 

image

Síðustu tvær vikur hafa gengið ágætlega og hafa einhver kíló látið sig hverfa en vikurnar voru ekki fullkomnar, þá daga sem ég gleymdi millimálu, varð ég buguð og kom litlu í verk meðan aðrir dagar þar sem mataræðið var gott gengu glimrandi vel.

Það verður gaman að sjá hvernig vikan gengur upp og hvort fleiri kíló láti sig hverfa og hvort orkan verði í hámarki...

Sandra Vilborg Jónsdóttir

Sandra Vilborg Jónsdóttir

Nýbökuð móðir í fæðingarorlofi skrifar um leið sína að bættum lífstíl

Meira