c

Pistlar:

5. janúar 2016 kl. 18:51

Sandra Vilborg Jónsdóttir (sandravilborg.blog.is)

Nýtt ár - ný markmið

Nú er nýtt ár hafið. Mikið líður tíminn hratt! Þessar æðislegu 12 vikur með Lilju Ingva og stelpunum leið allt of hratt og mikið hlakkar mig til að hitta þær aftur í mælingu hjá hópnum í febrúar. Já ferðalagið er ekki búið! Við ætlum að halda áfram og hvetja hvor aðra áfram að vinna að betri lífstíl og betri heilsu!

Það styttist í að þið fáið að sjá þá breytingu sem hefur orðið á okkur stelpunum með fyrir og eftir myndum. Við bíðum spenntar því við höfum ekki enn séð formlegu myndirnar og sjáum við þær á sama tíma og þið lesendur Smartlands!

Þessa dagana er ég að vinna í að koma mér aftur á réttu brautina eftir að hafa leyft mér aðeins að njóta jólanna! Hver dagur núna einkennist af baráttu við sykurpúkann sem þarf að villa fyrir með stóru vatnsglasi og kannski góðum ávexti, betra skipulagi á innkaupum og matseld!

Ég hef sett mér ný markmið fyrir næstu mánuðina og stefni ég á að missa 8kg til viðbótar fyrir 1.maí næstkomandi. Þetta er um hálft kg á viku sem ég tel að ég geti náð ef ég legg mig alla fram. Ég veit að þetta á eftir að vera mikil barátta við sjálfa mig! Til að ná því markmiði ætla ég mér að vera dugleg að borða hollan mat og hreyfa mig reglulega og leyfa mér aðeins einn dag í viku til að verðlauna mér með einhverju gómsætu. Ég hef einnig sett mér að rækta samböndin við fólkið í kringum mig og vera dugleg að njóta lífsins og tímans á þessu nýja ári! 

Sandra Vilborg Jónsdóttir

Sandra Vilborg Jónsdóttir

Nýbökuð móðir í fæðingarorlofi skrifar um leið sína að bættum lífstíl

Meira