Pistlar:

5. janúar 2016 kl. 18:51

Sandra Vilborg Jónsdóttir (sandravilborg.blog.is)

Nýtt ár - ný markmið

Nú er nýtt ár hafið. Mikið líður tíminn hratt! Þessar æðislegu 12 vikur með Lilju Ingva og stelpunum leið allt of hratt og mikið hlakkar mig til að hitta þær aftur í mælingu hjá hópnum í febrúar. Já ferðalagið er ekki búið! Við ætlum að halda áfram og hvetja hvor aðra áfram að vinna að betri lífstíl og betri heilsu!

Það styttist í að þið fáið að sjá þá breytingu sem hefur orðið á okkur stelpunum með fyrir og eftir myndum. Við bíðum spenntar því við höfum ekki enn séð formlegu myndirnar og sjáum við þær á sama tíma og þið lesendur Smartlands!

Þessa dagana er ég að vinna í að koma mér aftur á réttu brautina eftir að hafa leyft mér aðeins að njóta jólanna! Hver dagur núna einkennist af baráttu við sykurpúkann sem þarf að villa fyrir með stóru vatnsglasi og kannski góðum ávexti, betra skipulagi á innkaupum og matseld!

Ég hef sett mér ný markmið fyrir næstu mánuðina og stefni ég á að missa 8kg til viðbótar fyrir 1.maí næstkomandi. Þetta er um hálft kg á viku sem ég tel að ég geti náð ef ég legg mig alla fram. Ég veit að þetta á eftir að vera mikil barátta við sjálfa mig! Til að ná því markmiði ætla ég mér að vera dugleg að borða hollan mat og hreyfa mig reglulega og leyfa mér aðeins einn dag í viku til að verðlauna mér með einhverju gómsætu. Ég hef einnig sett mér að rækta samböndin við fólkið í kringum mig og vera dugleg að njóta lífsins og tímans á þessu nýja ári! 

2. desember 2015 kl. 17:28

2 vikur eftir

 Ég trúi varla að það eru aðeins 14 dagar í loka mælinguna! Ég minnist þess að hafa sett vikurnar inní dagatalið þegar við hófum þetta verkefni og þá litu þessar 12 vikur út fyrir að verða langur og erfiður tími en það var nú aldeilis ekki. Erfiðustu vikurnar tvær eru að hefjast núna þegar styttist í loka mælingu og freistingar poppa upp út um allt í tengslum við jólahátíðina. Við erum nú meira
13. nóvember 2015 kl. 10:57

Matardagbókin á góðum föstudegi

Ég hef ekki verið duglegust að blogga síðustu vikurnar en það er alltaf nóg að gera hjá okkur stelpunum. Við höfum verið mjög duglegar á æfingum hjá Lilju og erum smá saman að þyngja lóðin og auka álagið á æfingunum. Ég held að árangurinn hjá okkur fari ekki framhjá neinum. Því bíðum við allar spenntar eftir næstu mælingu!  Þegar kílóin kveðja okkur situr eftir laus húð sem við viljum meira
mynd
22. október 2015 kl. 22:16

Heimsókn til kíró

Það er svo margt skemmtilegt sem við spariguggurnar erum að upplifa þessa dagana. Nýlega kíktum við á Kirópraktor stofu Íslands sem er staðsett í Sporthúsinu. Ég fékk að hitta Gumma, Guðmundur B. Pálmason. Ég mætti þangað,án þess að hafa í raun neitt vandamál sem ég vissi um annað en almenna vöðvabólgu sem kemur og fer svo það kom mér á óvart að sjá hrygginn á mér, hann er rammskakkur sem má rekja meira
mynd
12. október 2015 kl. 22:14

Heimagerður skrúbbur

Með þeim breytingum sem eru að verða á líkamanum er mikilvægt að hugsa um húðina, samhliða svona miklu, breytingum eins og við stelpurnar erum að gera núna. Ég hef aðeins verið að vafra um netið og skoða hvað fólk mælir með að gera til að minnka lausu húðina sem situr eftir þegar maður missir kílóin í burtu og það er meðal annars mælt með að þurr bursta hana og bera á hann skrúbb og þá er meira
mynd
3. október 2015 kl. 17:09

Skipulag og aftur skipulag...

Mataræðið skiptir öllu máli hjá mér þessa dagana og svo allt gangi upp þarf mikið skipulag. Ég hef ítrekað lent í því að eiga ekkert til að borða eða gleymi hreinlega millibitunum sem skipta öllu. Ekki er alltaf auðvelt að hlaupa út í búð eða á næstu heilsubúllu þegar drengurinn sefur vært í hádeginu. Svo í dag setti ég upp plan fyrir allar máltíðir og millimál vikunnar og gerði innkaupalista. meira
mynd
26. september 2015 kl. 15:01

Zumbapartý

Þetta ferðalag sem við stelpurnar í Lífstílsáskoruninni erum í snýst að miklum hluta um að stíga út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt og breyta venjum sínum. Í morgun prófaði ég í fyrsta skiptið Zumba í Sporthúsinu. Ég var auðvitað eins og belja á svelli þegar sporin fóru að flækjast en það tók enginn eftir því nema jú konan við hliðiná mér sem stóð sig vel í að peppa mig upp og segja meira
23. september 2015 kl. 14:55

Smá um mig

Ég heiti Sandra Vil­borg Jóns­dótt­ir og er 29 ára sæl­keri sem á mjög erfitt með að stand­ast freist­ing­ar. Ég er nýbökuð móðir og freistingarnar hafa verið fyrir framan mig á hverjum degi síðustu vikurnar í kjölfarið hefur talan á vigtinni sýnt það og hefur færst nær og nær þriggja stafa tölunni. En nú er komið nóg. Ég er svo ánægð og þakklát fyrir að ég hafa verið meira
Sandra Vilborg Jónsdóttir

Sandra Vilborg Jónsdóttir

Nýbökuð móðir í fæðingarorlofi skrifar um leið sína að bættum lífstíl

Meira