c

Pistlar:

2. desember 2015 kl. 17:28

Sandra Vilborg Jónsdóttir (sandravilborg.blog.is)

2 vikur eftir

 Ég trúi varla að það eru aðeins 14 dagar í loka mælinguna! Ég minnist þess að hafa sett vikurnar inní dagatalið þegar við hófum þetta verkefni og þá litu þessar 12 vikur út fyrir að verða langur og erfiður tími en það var nú aldeilis ekki. Erfiðustu vikurnar tvær eru að hefjast núna þegar styttist í loka mælingu og freistingar poppa upp út um allt í tengslum við jólahátíðina.

Við erum nú nýbúnar í þriðju mælingunni og gekk hún vel hjá okkur öllum. Ég tók af mér önnur 4,3 kg svo í heildina hef ég kvatt 8,6 kg á þá eftir um 3,4kg eftir að markmiði mínu fyrir þessar 12 vikur sem voru 12kg. En auðvitað á maður ekki bara að horfa á þá tölu hún segir ekki allt en það er gott að nota hana sem viðmið. Að lokum þarf svo að fara að sitja upp næsta markmið - ætla að hugsa það vel næstu tvær vikur hvað verður næsta markmið og hve langan tíma ætla ég að gefa mér til að ná því.

Svo nú er að spýta í lófana og taka síðustu tvær vikurnar með trompi. Borða hollt og hreyfa sig!

Sandra Vilborg Jónsdóttir

Sandra Vilborg Jónsdóttir

Nýbökuð móðir í fæðingarorlofi skrifar um leið sína að bættum lífstíl

Meira