c

Pistlar:

13. desember 2018 kl. 10:13

Unnur Pálmarsdóttir (unnurpalmars.blog.is)

6 ástæður til að forðast sykur

web-sugar-rexv2Jólin er sá tími árs þegar að sykurátið tekur völdin og því er gott að passa enn betur upp á mataræðið, hvíldina og næringuna. Jólaboð og hittingar eru margir, tíminn hverfur frá okkur og við grípum í það sem hendi er næst til að nærast. Oftast er það skyndibitinn sem verður fyrir valinu þegar lítill tími er í sólarhringnum en sem betur fer erum við orðin meðvitaðri um hvað við borðum allt árið. Mikilvægt er að huga vel að líkama og sál. Því langaði mig að minnast á sykurinn sem leynist í ansi mörgum matvælum og er síður hollur fyrir okkur.   

Sykur er eitt versta efnið í nútíma mataræði. Sykur getur haft skaðleg áhrif á efnaskipti og stuðlað að alls kyns sjúkdómum. Ég tók saman sex ástæður af hverju þú kæri lesandi ættir að forðast sykur yfir jólin, borða hollt og næringarríkt fæði og stunda heilsurækt yfir hátíðirnar. 

  1. Sykur inniheldur engin nauðsynleg næringarefni. Viðbættur sykur (eins súkrósi og hár frúktósi)  inniheldur mikið af hitaeiningum án  nauðsynlegra næringarefna.  Viðbættur sykur er einnig kallaður "tómar" hitaeiningar. Það eru engin prótein, ómissandi fita, vítamín eða steinefni í sykri einungis hrein orka. Sykur er einnig mjög slæmur fyrir tannheilsuna. Sykur auðveldar slæman bakteríugróður í munni.
  1. Of mikil sykrunneysla getur orsakað sykursýki II. Þegar frumur verða ónæmar fyrir áhrifum insúlíns, þá búa frumur til meira af beta frumum í brisinu. Langvarandi hækkun á blóðsykri getur því valdið alvarlegum skaða. Insúlín veitir mótspyrnu sem verður smá saman minni, brisið getur ekki haldið í við eftirspurn af því að framleiða nóg af insúlíni til að halda blóðsykrinum niðri. Í ljósi þess að sykur getur valdið insúlínviðnámi, kemur það ekki á óvart að fólk sem drekkur svokallaða sykurlausa drykki með sætuefnum eru í 83% meiri hættu á að fá áunna sykursýki II. 
  1. Sykurneysla getur orskaða krabbamein. Rannsóknir sýna að með því að innbyrða mikið af sykri þá eykur það í miklu mæli  meiri hættu á að fá krabbamein. Það eru töluverður vísbendingar sem sýna að sykur geti stuðlað að krabbameini vegna skaðlegra áhrifa þess á efnaskipti í líkamanum.
  1. Sykur er mjög ávanabindandi. Sykur getur verið ávanabindandi. Vandamálið við sykur og skyndibitafæði er það getur valdið losun á dópamíni í heila.  Af þessum sökum getur fólk orðið sykurfíklar.  Allt er best í hófi.
  1. Sykur er orsök offitu hjá börnum og fullorðnum. Margar rannsóknir sýna að tengsl er á milli sykurneyslu og offitu. Vegna áhrifa frá sykri á hormón og heila þá eykur sykur verulega áhættu á offitu.
  1. Skrifaðu niður hvað þú borðar og hvenær. Skrifaðu matardagbók það hjálpar þér að átta þig á því hvort þú ert t.d að borða og drekka of mikið á kvöldin, sleppir morgunmat eða borðar meira þegar þú ert stressuð/aður.  Mikilvægt er að huga vel að fæðinu, drekka nóg af vatni yfir daginn og árangurinn verður meiri. Ég mæli með að borða fimm til sex máltíðir á hverjum degi.

Gott er að hafa í huga að allt er best í hófi kæri lesandi og líka sykurinn.

Gleðilega hátíð og farsælt komandi heilsuár 2019.  

Unnur Pálmarsdóttir

Mannauðsráðgjafi og eigandi Fusion

 
 
 
Unnur Pálmarsdóttir

Unnur Pálmarsdóttir

Unnur Pálmarsdóttir lauk MBA gráðu frá Háskóla Íslands árið 2012,  diplómanámi í mannauðsstjórnun frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2008, M.Sc. gráða í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands 2020.  

Unnur er mannauðsráðgjafi, hóptímakennari, einkaþjálfari og eigandi Fusion, fararstjóri Úrval Útsýn, eigandi Fusion Fitness Academy, UP Online Health Club og kennir á ráðstefnum og fræðsluerindi erlendis. 

Unnur er höfundur að líkamsræktarkerfunum Fusion Pilates, Kick Fusion, Hot Fusion og Dance Fusion. 

Unnur hefur unnið á flestum sviðum mannauðs- og fræðslumála. Hún hefur unnið við mannauðsstjórnun, markaðsstjórnun, fræðslumál, breytingastjórnun, stefnumiðaða stjórnun í heilsu-og líkamsræktariðnaðinum bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig kennt á ráðstefnum, haldið erindi um heim allan og er frumkvöðull í menntun hóptímakennara og þjálfara á Íslandi.  hefur starfað sem ráðgjafi og kennari hjá Virgin Active og David Lloyd í Bretlandi í mörg ár. Unnur er eigandi og stofnandi að Fusion. 

www.fusion.is 

 

 

 

 

Meira