Nokkrir hlutir sem fólk með ADHD skilur alltof vel

Jim Carrey er með ADHD.
Jim Carrey er með ADHD. mbl.is/AFP

Vefsíðan Healthline hefur tekið saman ansi spaugilegan lista sem fólk með ADHD ætti að kannast við. Það er nauðsynlegt að líta á björtu hliðarnar og hlæja svolítið, enda gerir hláturinn lífið miklu skemmtilegra. Hér að neðan er listi yfir hluti sem ansi margir hafa eflaust upplifað. Eða þekkja einhvern sem þeir eru lýsandi fyrir.

  • Að líða eins og þú munir springa ef þú nærð ekki að koma öllum þessum orðum frá þér. Akkúrat núna!
  • Að þurfa að nota skýringarmyndir til að geta fylgst með samtölum. Þó að samtalið sé nýbyrjað er heilinn í þér strax búinn að tapa áttum.
  • Örvæntinguna þegar skrifstofustjórinn kallar þig á teppið og skammar fyrir að nota alla Post it miðana.
  • Þegar samstarfsaðilar benda þér á að þú ert með Post it miða fastan á hnakkanum.
  • Að uppgötva að fullorðið fólk straujar í raun og veru fötin sín. Sem hefur samt ekkert að segja með hvort þú gerir slíkt hið sama.
  • Að ofanda þegar þú kíkir á dagatalið. Sérstaklega þar sem þú hafðir alveg gleymt tilvist þess og ert búinn að missa af fullt að viðburðum.
  • Að eyða 45 mínútur í að velja svarta sokka úti í búð. Ég meina, hey – allir þessir sokkar!
  • Að vaska upp, og sinna öllum öðrum húsverkum á sama tíma: „gott að ég er að ryksuga því ég fann leikföngin sem krakkarnir tróðu undir sófann... bíddu aðeins, var ég búin/n að fóðra gullfiskana? Hey, ég þarf að fletta einu upp varðandi fiskabúr... og kannski bæta vatni í fiskabúrið... Almáttugur, uppvaskið. Það er allt á floti í eldhúsinu! Bíddu, hvað gerði ég aftur við gullfiskana?
  • Að finna veskið þitt í ísskápnum.
  • Að upplifa óskiljanlegu þörf til að fara út að hjóla... á miðnætti.
  • Að tæma veskið þitt og finna kvittun frá 1983, sem var árið sem þú tókst síðast til í veskinu þínu.
  • Að vakna stundum kl. 6 á morgnana, skjótast fram úr og segja við fjölskyldu þína: „hey, er ykkur sama þótt ég ryksugi núna.“
  • Að fá hugmynd og framkvæma hana strax. Sama hversu slæm hugmyndin raunverulega var.
  • Að uppgötva að fljótlegasta leiðin til að taka til er einfaldlega að henda öllu á haugana.
  • Það er farsælast fyrir þig að eiga gæludýr sem getur minnt þig á að fóðra sig. Líkt og hund, eða kött.
  • Að líta til baka og sjá að skólaganga þín lýsti sér nokkurn veginn svona; þú varst bekkjartrúður sem vannst heimaverkefnin alltaf á síðustu stungu og varst oft látin/n sitja eftir því þú mættir aldrei á réttum tíma.
  • Að vera oft ofurliði borinn í veislum vegna þess að áreitið er svo mikið... „Bíddu ég átti eftir að heilsa upp á Friðrik, vá tónlistin hér er hátt stillt... hey, það er verið að bjóða upp á fyllta sveppi...“
  • Að vera með 26 glugga opna í tölvunni í einu.
  • Ef þú sérð það ekki er það ekki til. Sem þýðir að ef buxnaskúffan er lokuð, er ekki til nokkuð sem heitir buxur í orðaforða þínum. Sem aftur þýðir að þú gætir átt það til að ganga út á brókinni.
  • Eina ástæðan fyrir því að þú ert ekki fáránlega góð/ur að spila á píanó er sú að þú lætur trompetið ganga fyrir... En á undan trompetinu kemur að sjálfsögðu ukuleleið.
  • Að þurfa að setja þvottavélina mörgum sinnum af stað, því þú gleymir alltaf að taka úr henni.
  • Að borga krökkunum fyrir að sinna húsverkunum gæti verið frábær hugmynd, en er það ekki því þau eru líka með ADHD. Það næsta sem þú veist er að krakkarnir eru farnir að leika sér með Nerf byssurnar sínar inni í stofu, allt er á rúi og stúi og þú átt engar pílur eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál