Eiginmaðurinn færði lögheimilið á barinn

mbl.is/Thinkstock

Heiðrún Björk Gísladóttir lögmaður svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga. 

Sæl Heiðrún. 

Þannig er mál með vexti að ég og eiginmaður minn erum skilin. Við erum samt ekki skilin á pappírum, erum ekki einu sinni skilin að borði og sæng. Við ákváðum að skilja og hann flutti út í fússi. Ef ég réði þessu værum við búin að ganga frá þessu fyrir margt löngu. Í gremju sinni hefur hann ákveðið að taka hið nýja líf með miklu trompi. Hann er sem sagt búinn að flytja lögheimili sitt á bari bæjarins með miklum útgjöldum. Ég er sparsöm og reglusöm en við erum með sameiginlegan fjárhag. Eftir að við „skildum“ hef ég greitt af íbúðinni okkar og borgað allt sem fylgir barni okkar sem er þriggja ára. Ég sé inni í heimabankanum að peningarnir fuðra upp og svo heyrði ég út undan mér að hann væri að steypa sér í skuldir. Spurt er, ber ég ekki ábyrgð á okkar fjármálum meðan við erum enn þá skráð gift?

 

Kveðja, SB.

Heiðrún Björk Gísladóttir lögmaður.
Heiðrún Björk Gísladóttir lögmaður. mbl.is/Valgarður Gíslason

Sæl SB,

Leitt að heyra að hlutirnir hafi þróast með þessum hætti. Sannarlega ekki jákvætt að maðurinn hafi valið sér þessa leið.

Hjúskaparlögin gera ráð fyrir gagnkvæmri framfærsluskyldu hjóna og bera hjón sameiginlega ábyrgð á framfærslu fjölskyldunnar, þar með talið barnsins. Eftir skilnað að borði og sæng helst þessi gagnkvæma framfærsluskylda ykkar en við lögskilnað fellur hún niður.

Á báðum hjóna hvílir lögboðin skylda til þess að skerða ekki sameiginlegar eignir, til dæmis peninga, með ótilhlýðilegum hætti. Þú segist halda að hann hafi steypt sér í skuldir eftir samvistarslitin. Þrátt fyrir sameiginlegan fjárhag ykkar á maðurinn ekki að geta skuldbundið þig með neinum hætti nema að fyrir liggi samþykki þitt um að þú takir ábyrgð á skuldinni eða þá beinlínis að lög kveði á um skyldu þína, til dæmis bera hjón ábyrgð á skattskuldum hvort annars. Ef þér finnst sem eiginmaður þinn sé að verulega leyti að rýra eignir ykkar getur þú, þrátt fyrir að hjúskapnum sé ekki lokið, krafist opinberra skipta á milli þín og hans til að slíta fjárfélagi ykkar. Þessari reglu hjúskaparlaga er sjaldan beitt en úrræðið er þó til staðar ef óráðsía hans með fjármál verður þannig að þú teljir þig og fjölskyldu ykkar bera verulegan skaða af.

Þú segir að þið hafið ákveðið að skilja. Ég lít þá þannig á að fyrir liggi sameiginleg ákvörðun um skilnað. Ykkur ætti því ekkert að vera að vanbúnaði með að leita til sýslumanns um leyfi til skilnaðar að borði og sæng. Ef það er hins vegar þannig að hann vill ekki skilja getur þú samt sem áður leitað til sýslumanns um leyfi til skilnaðar að borði og sæng en hjúskaparlögin gera ráð fyrir því að það hjóna sem vill skilja eigi hreinlega rétt á því.

Fáir þú leyfi til skilnaðar að borði og sæng getur þú fengið leyfi til lögskilnaðar að liðnum sex mánuðum, séuð þið sammála um að leita lögskilnaðar, annars að liðnu einu ári frá útgáfu leyfis til skilnaðar að borði og sæng. Ef sú óformlega leið er farin að slíta einungis samvistir og fá ekki leyfi til skilnaðar að borði og sæng þarftu almennt séð að bíða í tvö ár til þess að fá lögskilnað frá manni þínum.

Hvaða leið sem þú ákveður að fara mæli ég með því að þú drífir þig til sýslumanns til að koma ferlinu í gang.

Kveðja, 

Heiðrún Björk Guðjónsdóttir lögmaður

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Heiðrúnu spurningu HÉR. 

mbl.is

Svona forðastu stress og áhyggjur

05:00 Karitas Sveinsdóttir, innanhússhönnuður og eigandi HAF STORE og HAF STUDIO, segir bjarta liti vinsæla um þessar mundir. Hún segir alltaf í tísku að þiggja aðstoð fyrir fermingar og fólk ætti að sama skapi að forðast stress. Meira »

Náttúrulegar töfraolíur sem umbylta

Í gær, 23:47 Margar af þekktustu fyrirsætum heims nota RAAW by Trice-vörurnar. Flestir mæla með Bláu töfradropunum sem virka einstaklega vel á ójafna húð og bólur. Þeir sem eru gjarnir á að fá bólur sem og þeir sem eru með feita húð mæla sérstaklega vel með dropunum. Meira »

Misstum allt, en hann heldur áfram

Í gær, 20:00 „Mig langar að forvitnast varðandi manninn minn, en í hruninu misstum við allt. Þá hafði hann verið að fjárfesta í alls konar verkefnum, hlutabréfum og gjaldeyri. Vandinn var sá þá að þetta var allt meira og minna fjármagnað með skuldum,“ segir íslensk kona. Meira »

Formaðurinn lét sérsauma á sig kjól

Í gær, 16:36 Guðrún Hafsteinsdóttir fékk Selmu Ragnarsdóttur til að sérsauma á sig kjól fyrir árshóf SI í Hörpu. Voru þær strax sammála um að hafa kjólinn ekki svartan. Meira »

Endurbættri útgáfu af hrukkubana fagnað

Í gær, 13:58 Dr. Björn Örvar, einn af stofendum Bioeffect, kynnti nýja tvennu fyrir fáum útvöldum í gær. Um er að ræða Bioeffect EGF+ 2A Daily duo sem eru húðdropar sem vinna saman. Meira »

Er bótox hættulegt?

Í gær, 10:30 Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér svarar hún tveimur spurningum um fínar línur og bótox. Meira »

„Fyrrverandi vill hafa mig sem vin“

í gær Svo er önnur spurning: Þessi vinasvæði, er sanngjarnt eftir að hlutum hefur verið startað með rómantík að setja svo upp vinasamband til að velja úr öðrum hlutum? Að ég sitji svo einn heima á kvöldin og horfi á Netflix, þegar okkar stundum er lokið og hún að njóta þess sem ekki síst á að vera með í góðu sambandi með öðrum. Meira »

Heimilið er afar litríkt og heillandi

í fyrradag Borðstofa Selmu Blair er eins og kaffitería en innanhúshönnuður hennar sótti innblástur í gamlan heimavistarskóla sem leikkonan var í. Meira »

Einbýlin sem kosta yfir 160 milljónir

í fyrradag Dýrustu einbýlishúsin á höfuðborgarsvæðinu eru bæði ný og gömul, staðsett á Nesinu sem og í Kópavogi.   Meira »

Kristbjörg tárast yfir flutningunum til Katar

í fyrradag Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og eiginkona Arons Einars Gunnarssonar, er hrærð yfir því að fjölskyldan sé að flytja frá Cardiff til Katar. Meira »

Svona færðu besta verðið fyrir eignina þína

í fyrradag Fasteignasalinn Páll Heiðar Pálsson segir að það skipti miklu máli að verðleggja sig ekki út af markaðnum og ákveðnir þættir þurfi að vera í lagi. Hann segir að það séu margir þættir sem hafi áhrif á söluverð fasteigna. Meira »

Hvort á ég að velja SPF 50 eða 30?

í fyrradag „Ég er að fara til Marokkó þar sem sólin er sterk. Er sólarvörn með SPF-þætti 50 betri en sólarvörn með SPF-þætti 30? Eða skiptir það engu máli?“ Meira »

Heilbrigðari án skorinna magavöðva

20.3. Skornir magavöðvar til marks um hamingju og heilbrigði. Þjálfarinn Marie Wold var aðallega svöng þegar hún fékk loksins „six-pack“. Meira »

Selma frumsýndi kærastann í kvöld

19.3. Selma Björnsdóttir er komin á fast en fyrr í kvöld frumsýndi hún kærastann á Instagram. Hann heitir Kolbeinn Tumi Daðason og er fréttastjóri á Vísi.is. Meira »

„Mamma er heltekin af útlitinu“

19.3. Þannig er að ég á mömmu sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Ég bý enn þá heima. Hún og pabbi eru nýskilin og mamma hefur brugðist við með endalausri líkamsrækt. Hún er heltekin af eigin líkamsþyngd, stelur fötunum mínum og snyrtivörunum og skiptir sér í tíma og ótíma af því hvernig ég lít út. Meira »

Frumsýning á Matthildi

19.3. Söngleikurinn Matthildur var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardaginn og var mikil gleði í húsinu.   Meira »

Ragnar á Brandenburg selur glæsiíbúðina

19.3. Ragnar Gunnarsson, einn af eigendum Brandenburg-auglýsingastofunnar, hefur sett íbúð sína við Grandaveg á sölu.   Meira »

Dreymir um kúrekastígvél fyrir vorið

19.3. „Mig dreymir um kúrekastígvél og hélt svo innilega að ég myndi ekki segja þetta alveg strax, finnst svo stutt síðan að sú tíska var síðast en það sýnir að tískan fer hratt í hringi. Ég átti ein frá GS skóm á sínum tíma en seldi þau því miður á fatamarkaði fyrir ekki svo löngu.“ Meira »

Finnur til eftir samfarir - hvað er til ráða?

19.3. „Ég er búin að vera i sambandi í 2 ár og mjög oft fengið sveppasýkingu/þvagfærasýkingu. Veit ekki alveg muninn, en hef fengið þetta svona 10-15 sinnum og oft slæmt degi eftir samfarir.“ Meira »

Veganvænir hárlitir sem endurlífga hárið

19.3. Lilja Ósk Sigurðardóttir er hrifin af öllu sem er vegan og þess vegna varð hún að prófa ný hárskol frá Davines því þau eru ammóníaklaus. Meira »

Fetaði óvart í fótspor Sigmundar Davíðs

18.3. Þingkona í Bandaríkjunum tók upp á því á dögunum að mæta í ósamstæðum skóm í vinnuna. Hún er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem hefur tekið upp á því. Meira »