Gerði illt verra með eigin stjórnsemi

Valgeir Magnússon viðskipta- og hagfræðingur er gestur í Dagmálum Morgunblaðsins. Hann skrifaði pistil á dögunum um konu sem hafði látist á biðlista eftir plássi í meðferð. Valgeir þekkir það af eigin raun hvað biðin eftir plássi í meðferð getur verið tregafull en sonur hans er með fíknisjúkdóm og er í bata. 

Hvernig eiga foreldrar í þessari stöðu að bregðast við? Valgeir segir að hann hafi ekki brugðist rétt við þegar hann áttaði sig á því að sonur hans væri með fíknisjúkdóm. Hann játar að hafa gert mörg mistök sem foreldri og aðstandandi.

Það var ákveðin hugljómun fyrir mig þegar sonur minn sagði við mig: „Þú veist að stjórnsemi er líka meðvirkni.“ Fyrstu viðbrögð eru að reyna að stjórna. Þar sem ég vinn við að vera stjórnandi þá var ég að stjórna öllum í vinnunni og kom svo heim og hélt áfram að stjórna. Sumir vilja ekki láta stjórna sér. Sérstaklega ekki sjúkdómurinn. Með stjórnseminni var ég að gera illt verra allan tímann. Það tók mörg ár að átta sig á því,“ segir hann og játar að það sé auðvelt fyrir foreldri í þessari stöðu að gefa gremjunni of mikið pláss.

Valgeir segir að hann hafi reynt að temja sér það að vera ekki gramur út í son sinn heldur fíknisjúkdóminn þegar aðstæður eru þannig. Hann hefur líka reynt að temja sér skilyrðislausa ást í garð sonarins, sem hefur gert allar aðstæður betri. Á tímabili datt hann í það fara að refsa syni sínum fyrir hegðun en það virkaði ekki vel.

„Að neita um útivistartíma og taka tölvuna af honum. Það virkaði þveröfugt,“ segir Valgeir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál