Vekja athygli á stöðu syrgjenda

Jólaskreytt Hellisgerði er orðið fastur liður í jólahaldi.
Jólaskreytt Hellisgerði er orðið fastur liður í jólahaldi. Samsett mynd

Tendrað verður á Sorgartrénu í Hellisgerði sunnudaginn 26. nóvember. Hist verður í Lífsgæðasetrinu St. Jó að Suðurgötu 41 í Hafnarfirði klukkan 17:00, þar sem stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar, Hrannar Már Ásgeirs Sigrúnarson, fer með nokkur orð um jólin og sorgina. Hann missti unga dóttur árið 2002 og hefur starfað til margra ára fyrir Nýja Dögun, Örnin og önnur samtök til stuðnings syrgjendum og aðstandendum þeirra. Hrannar kom einnig að vinnu við frumvarp um sorgarorlof fyrir foreldra sem misst hafa barn. 

Aðventan og jólin geta verið erfiður tími fyrir marga sem syrgja ástvini sína. Sorgarmiðstöð vill því gefa fólki tækifæri til að minnast ástvina sinna með fallegri stund í Hellisgerði þar sem tendrað verður á Sorgartrénu. Kvennakór Kópavogs tekur nokkur falleg lög áður en kveikt verður á trénu. 

Jólaskreytt Hellisgerði er orðið fastur liður í jólahaldi margra en hugmyndin að Sorgartrénu er sú að fólk geti sest undir tréð og minnst þeirra sem fallin eru frá. Sorgartrénu er einnig ætlað að vekja athygli á stöðu syrgjenda sem eiga um sárt að binda á þessum tíma árs.

Sorgartréð getur hjálpað þeim sem komast ekki að leiði ástvina sinna um jólin, en einnig er gott að hafa fleiri staði en kirkjugarða þar sem hægt er að eiga góða stund og minnast látinna ástvina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál