Frumleg afmæliskveðja Fiskikóngs

Sólveig Lilja Guðmundsdóttir prýddi forsíðu Heimsmyndar 1997.
Sólveig Lilja Guðmundsdóttir prýddi forsíðu Heimsmyndar 1997.

Fiskikóngurinn, Kristján Berg, sendi eiginkonu sinni Sólveigu Lilju Guðmundsdóttur frumlega afmæliskveðju í morgun en hún er fertug í dag. Hann birti mynd með kveðjunni sem tekin var af henni 1997 þegar hún prýddi forsíðu Heimsmyndar. 

Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Fiskikóngsins.
Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Fiskikóngsins.

Svona hljóðaði afmæliskveðjan á Facebook: 

Konan mín Sólveig Lilja Guðmundsdóttir á afmæli í dag. Fyllir 40 árin.

Ótrúleg kona sem ég var svo heppinn að næla mér í. Já ég var mjög HEPPINN. Takk Siggi Hlö og Þjóðleikhúskjallarinn.

Sólveig er minn lífsförunautur. Ég hef getað deilt með henni öllu því sem á mína daga hefur dregið og alltaf stendur hún eins og klettur við hliðina á mér, saman hvað hefur gengið á........nota bene, ég er sennilega ekki sérstaklega góður í sambúð:)

Við eigum fullt af heilbrigðum börnum, ferðumst mikið, tölum saman, eldum saman, hlægjum saman, setjum saman í þvottavélina........................nei, djók. (hún sér um þvottinn)

Ég óska þér innilega til hamingju með afmælisdaginn þinn. Ég ætla að reyna mitt besta til þess láta daginn verða þér ógleymanlegan.

Sólveig Lilja var kjörin Ungfrú Ísland 1996 og hefur síðan …
Sólveig Lilja var kjörin Ungfrú Ísland 1996 og hefur síðan oft unnið sem fyrirsæta. Kristján og Sólveig eiga saman fimm börn.

Ég elska þig og virði og ber mikla virðingu fyrir þér. Þú ert allt það besta sem ég hefði getað óskað mér í fari eiginkonu. Hefði ekki getað verið heppnari með eintak. Gullfalleg, skemmtileg, fyndin og traust.

Takk fyrir mig ástin mín undanfarin 20 ár og vonandi verða fleiri ár í gleði, hamingju og skemmtun.

Ég elska þig.

Þinn vinur, eiginmaður og faðir ALLRA barnanna þinna.

Kristján Berg

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál