Hrafn Jökulsson kvæntist Oddnýju

Oddný Halldórsdóttir og Hrafn Jökulsson gengu í hjónaband hinn 22. …
Oddný Halldórsdóttir og Hrafn Jökulsson gengu í hjónaband hinn 22. ágúst síðastliðinn. Ljósmynd/Einar Falur Ingólfsson

Rithöfundurinn og baráttumaðurinn Hrafn Jökulsson gekk að eiga Oddnýju Halldórsdóttur hinn 22. ágúst síðastliðinn. Frá þessu greinir Hrafn á Facebook í dag og birtir fallega mynd af þeim að setja upp hringana. 

Hrafn glímir nú við illvígt krabbamein og greindi frá því um síðustu helgi að hann hefði höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 

„Við Oddný náðum saman aftur eftir 30 ára aðskilnað. Mestu máli skiptir að ég leysti lífsgátuna mína og í sameiningu ætlum við að leiða til lykta lífsgátuna miklu, með gleði, kærleika og sigurvissuna að leiðarljósi. Oddný hefur sýnt mér hvað alvöruhugrekki er. Hún hefur fylgt hjartanu og kom til liðs við mig, kannski síðasta manneskjan á jörðinni sem hafði ástæðu til að leggja mér lið. Ég hef allan tímann leitað að þögla vitninu mínu, leitað að sálufélaga, leitað að stúlkunni sem ég orti til lykilljóðin í mínu lífi. Lesið síðustu ljóðin í „Húsinu fylgdu tveir kettir“ og „Þegar hendur okkar snertast“ ef þið viljið skilja lífsins mesta ævintýr,“ skrifar Hrafn á Facebook. 

Smartland óskar Hrafni og Oddnýju til hamingju með hvort annað!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál