Hrafn Jökulsson með krabbamein

Hrafn Jökulsson greindist nýverið með krabbamein.
Hrafn Jökulsson greindist nýverið með krabbamein. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rithöfundurinn og baráttumaðurinn Hrafn Jökulsson greindist með krabbamein nýverið. Hrafn segir frá greiningunni í færslu á Facebook en hann veitti mbl.is góðfúslegt leyfi til að fjalla um veikindi sín. 

„Ég hef greinst með æxli í hálsi. Um er að ræða flöguþekjukrabbamein sem komið er á 4. stig, B. Það er „æðsta stig“ – 4. stig C er ekki til – svo ég fer beint í úrslitaleikinn,“ skrifar Hrafn.

Hann segir að framundan sé lyfja- og geislameðferð til að halda „Surtlu, litla skrímslinu“ í skefjum. Hann segir ennfremur að batalíkur séu hverfandi.

„Ég er þakklátur fyrir að fá tækifæri til að takast á við Surtlu. Ég bað Skapara minn fyrir löngu að láta ekki dauðann koma einsog þjóf að nóttu – fyrst skyldum við stíga saman dans,“ skrifar Hrafn að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál