Enok og Birgitta opna sig um líkamsárásina

Enok Jónsson og Birgitta Líf Björnsdóttir eiga von á barni.
Enok Jónsson og Birgitta Líf Björnsdóttir eiga von á barni. Ljósmynd/Instagram

Kærustuparið Enok Jónsson og Birgitta Líf Björnsdóttir eru gestir í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása. Hún er markaðsstjóri líkamsræktarstöðvarinnar World Class og hann er sjómaður og iðnaðarmaður. Hann vinnur til dæmis þessa dagana við stækkun líkamsræktarstöðvarinnar World Class á Selfossi. 

Í þættinum hjá Ása segja þau frá því hvernig þau kynntust en þau byrjuðu að hittast um áramótin 2021/22. Birgitta Líf man fyrst eftir Enok þegar hann var að halda upp á 20 ára afmæli sitt á Bankastræti Club. Í þættinum kemur fram að hún hafi þurft að hafa afskipti af honum þar sem hann var með alls konar uppákomur inni á staðnum. Svo kviknaði ástin og parið á nú von á sínu fyrsta barni.

Í áfalli

Parið komst í fréttir um miðjan ágúst þegar þau urðu fyrir líkamsárás fyrir framan Vínbúðina á Dalvegi í Kópavogi. Birgitta Líf og Enok voru að kaupa í matinn í Breiðholti og segja að árásarmennirnir hafi elt þau þaðan og niður á Dalveg. Hún beið í bílnum þegar hann fór inn í Vínbúðina. 

„Ég held að þessir gaurar hafi elt okkur þaðan,“ segir Birgitta Líf og bætir við: 

„Það er ógeðslega skrýtið að pæla í þessu og ég áttaði mig ekki á því fyrr en eftir á hvað þetta var alvarlegt. Þetta gerðist allt svo hratt,“ segir hún. 

Birgitta Líf lýsir því hvað gerðist eftir árásina. 

„Við erum að keyra út úr bænum þegar símarnir fara að hringja hægri vinstri. Vinkonur mínar að hringja og spyrja. Fólk var að taka „schreenshot“ með alls konar kjaftæði. Ef þetta hefði verið einhver annar sem þú veist ekki hver er þá hefði þetta ekki gerst. Það komu alls konar bull sögur af okkur. Svo byrjuðu fréttamenn að hringja og við komum upp eftir. Ég sagði við Enok, ó mæ got, hvenær hættir þetta. Þetta eru súrrealískar aðstæður,“ segir hún. 

„Ég myndi halda að ríkið væri „safe zone“. Allir væru glaðir og kátir þar,“ segir Enok. 

„Ég sat inn í bíl og horfði á þessa gaura koma labbandi aftan að honum. Ég hleyp út og byrja að öskra eitthvað. Ég hugsaði að ég væri ólétt og ætlaði ekki að blanda mér inn í þetta. Þetta var ógeðslega skrýtið atvik og við vitum ekkert meira. Og vitum ekki hvað kemur út úr þessu,“ segir hún. 

Hún segist hafa farið út úr bílnum og elt árásarmennina. 

„Ég tók símann minn og setti hann á upptöku og hljóp á eftir þeim. Vissi ekki að þeir væru með vopn. Ég vildi ná myndbandi þannig að við vissum hverjir þetta væru. Ég náði bílnúmerinu. Svo var ég ó mæ got ef þeir myndu hlaupa á eftir mér. Þegar ég kem til baka og tékka á Enok þá fyrst frétti ég að þeir hefðu verið með hamar og hníf,“ segir hún.

„Ég var í átökunum og á meðan á þessu stendur er maður í slómó,“ segir Enok.

Birgitta segist ekki hafa ætlað að gera neitt en þegar fólk hafi byrjað að slúðra um þau hafi hún sett inn færslu á Instagram. 

Hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál