María og Arnar Gunnlaugs voru tíu ár að reyna að byrja saman

María Builien Jónsdóttir og Arnar Gunnlaugsson eru gestir Betri helmingsins með Ása þessa vikuna. Arnar er þjálfari Víkings en María er tölvunarfræðingur hjá Arion banka. Þau voru búin að þekkjast lengi þegar þau byrjuðu loksins á. 

Þau sögðu frá því í viðtalinu að þau hafi alltaf vitað af hvort öðru en einhvern veginn aldrei byrjað saman þótt þau væru oft að spjalla. 

„Þetta tók mörg ár að meldast,“ segir María og Arnar játar að hafa verið lúmst skotinn í henni í mörg ár. 

„Við spjöllum oft saman og vorum ágætisfélagar,“ segir hún. 

„Ég vissi alltaf af henni,“ segir hann. 

„Ég er raðsambandsmanneskja og alltaf þegar ég var á lausu þá dúkkaði hann upp,“ segir hún og hlær. 

„Hintin mín voru mjög léleg. Eftir tíu ár var ég orðinn svo þreyttur á þessu eftir tíu ár og ákvað að vera men. Ég sagði við hana, kannski eftir einhver glös: „djöfull ertu sexý“,“ segir hann og vill ítreka það við aðra stráka að vera ekki feimnir. 

„Stundum þurfið þið að vera smá „bad boy“ til að ná draumastelpunni,“ segir hann. 

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is