Ólafur og Andrea fagna 18 ára brúðkaupsafmæli á Spáni

Ólafur Ólason og Andrea Magnúsdóttir fagna 18 ára brúðkaupsafmæli á …
Ólafur Ólason og Andrea Magnúsdóttir fagna 18 ára brúðkaupsafmæli á Spáni. Samsett mynd

Fatahönnuðurinn Andrea Magnúsdóttir og eiginmaður hennar, Ólafur Ólason, fagna 18 ára brúðkaupsafmæli sínu um þessar mundir. Þau eru stödd í glæsilegu fríi á Formentera, einni af Balaereyjunum í Miðjarðarhafi sem tilheyrir Spáni.

Andrea og Ólafur gengu í það heilaga við fallega athöfn á ströndinni á Kúbu hinn 2. september 2005. Þau eiga saman tvö börn, þau Magnús Andra og Ísabellu Maríu.

Í tilefni brúðkaupsafmælisins birti Andrea fallega mynd af hjónunum um helgina á Formentara, en þar hafa þau notið lífsins undanfarna daga. „18 ára brúðkaupsafmæli í september“ skrifaði Andrea við myndina.

Hjónin virðast hafa verið á ferðalagi um Spán undanfarnar vikur. Andrea hefur deilt undurfögrum myndum frá hinni sólríku eyju Ibiza á Instagram, en af myndum að dæma væsir ekki um þau í hlýjunni.

Smartland óskar þeim innilega til hamingju með ástina!

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál