Langar í handryksugu í jólagjöf

Gauti Þeyr er kominn í mikið jólaskap.
Gauti Þeyr er kominn í mikið jólaskap. Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson öðru nafni Emmsjé Gauti hefur hannað tvo boli í samstarfi við Rammagerðina í ár sem eru einskonar óður til ástarinnar. Hann elskar jólin og er nú þegar kominn í mikið jólaskap.

„Mig langaði að gera eitthvað skemmtilegt með þeim og þetta endaði á þvi að ég myndi hanna bol,” segir Gauti. 

Úr varð að tengja bolina laginu Klisja sem kom út fyrir ári síðan og skarta bolirnir gullfallegum myndum eftir ljósmyndarann Sögu Sig sem teknar voru í brúðkaupi tónlistarmannsins og eiginkonu hans  Jovönu Schally en þau gengu að eiga hvort annað í fyrra.  

Lagið Klisja segir hann fjalla um það að vera svo hamingjusamur að þegar þú reynir að lýsa því fyrir öðrum hljómar það eins og klisja.

„Og þú verður eiginlega að afsaka það hvað þetta sé mikil klisja,“ segir Gauti.

Spurður um hvort hann sé hamingjusamasti maður landsins hlær hann og segir:

„Nei nei, hamingjusamasti maður á Íslandi er Jón Jónsson. Maður á ekki að ljúga að fólki og segjast alltaf vera hamingjusamur hvern einasta dag. En ég er ástfanginn.“

Gauti segist ekki hafa getið valið á milli tveggja mynda sem hann vildi hafa á bolnum þannig að úr varð að gera tvo mismunandi boli.

„Annar bolurinn er með fallegustu mynd, að mínu mati, í heimi, sem er með bak svipnum á Jovönu eiginkonu minni, og hinn er meira til að næra mitt eigið egó þar sem ég er líka á myndinni.“

„Mig langaði að gera eitthvað skemmtilegt með þeim og þetta …
„Mig langaði að gera eitthvað skemmtilegt með þeim og þetta endaði á þvi að ég myndi hanna bol,” segir Gauti.

Myndirnar setti svo Bobby Breiðholt saman fyrir Emmsjé Gauta sem vill frekar láta kalla sig hugmyndasnið en hönnuð.

„Mér finnst svo nærandi fyrir mína eigin list að vinna með öðru fólki. Ég er með gott auga og veit hvað ég vill sjá. Það sem gerist í ferlinu er að finna skapandi leiðir til að stækka við listina. Hönnun,  gjörninga, hvað sem er. Allt er skemmtileg viðbót.“

Spurður um hvort hann hafi sérstakt dálæti á fallegri hönnun segist hann ekki geta beint sagt það.

„Ég og konan mín tökum oft þennan slag. Ég vil helst fara í Góða hirðinn og kaupa eitthvað á tvö þúsund kall. Og hún vill einhverja íslenska glæsihönnun. Það verður yfirleitt úr að hun nær að sannfæra mig um það,“ segir hann og hlær. 

Tónlistarmaðurinn hefur ekki setið auðum höndum en hann er að að gefa út fjölskylduspilið Læti sem kemur út í næstu viku.

„Það er spil sem hentar öllum aldurshópum, frá börnum sem eru nýbúin að læra að lesa og upp í fólk á elliheimili,” segir hann og bætir við að svo séu jólatónleikar á næstunni.

„Ég spila með Siggu Beinteins á laugardaginn og svo verð ég með Julevenner tónleikana mína rétt fyrir jól.“

En hvernig verða jólin hjá Emmsjé Gauta?

„Þetta verða partíjól! Maður er svo mikið að spá í tónleikunum fram að Þorláksmessu og svo rosalega mikið að gera, ég elska það. Svo kemur minn aðaltími sem er eftir jól og út janúar þegar allir eru of leiðir til að bóka tónlistarmenn. Þá er ég í fríi.“

En hvað er efst á jólagjafaóskalistanum?

„Það er auðvelt svar, efst á óskalistanum er tvennt. Það fyrsta er listaverk eftir Árna Má sem er annar stofnanda Gallerí Ports á Laugaveginum, og hitt er handryksuga frá Dyson. Mig hefur alltaf langað í handryksugu þvi það er eitthvað svo mikið vesen að þurfa alltaf að sækja stóru ryksuguna.  Og þessi er eitthvað svona next level handryksuga!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál