Elín Metta og Sigurður fundu ástina

Elín Metta Jensen er komin með nýjan kærasta.
Elín Metta Jensen er komin með nýjan kærasta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Elín Metta Jensen, knattspyrnukona og læknanemi, og Sigurður Tómasson, verkefnastjóri í framtaksfjárfestingum hjá VEX, eru nýtt par. Parið birti mynd af sér saman á Instagram en fátt gefur meira til kynna að fólk sé ástfangið en paramynd á samfélagsmiðlum. 

Elín Metta tók óvænt fram takkaskóna í lok sumars og gekk til liðs við Þrótt.

„Ég tók mér pásu af nokkr­um ástæðum en aðallega vegna þess að það var mikið álag hjá mér í lækn­is­fræðinni og þetta var ekki al­veg nógu skemmti­legt. Svo í sum­ar, þegar ég fékk aðeins frelsi og var bara að leika mér í fót­bolta, fann ég gleðina aft­ur og langaði að kom­ast aft­ur á völl­inn,“ sagði Elín Metta í viðtali við Morgunblaðið í ágúst. 

Smartlands óskar parinu til hamingju með hvort annað!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál