Fór að upplifa tæra gleði á æfingum

Elín Metta Jensen gekk til liðs við Þrótt úr Reykjavík …
Elín Metta Jensen gekk til liðs við Þrótt úr Reykjavík á dögunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Elín Metta Jensen tók óvænt fram knattspyrnuskóna að nýju í liðinni viku er hún samdi við Þrótt úr Reykjavík út næsta tímabil. Elín hafði lagt skóna á hilluna, ansi óvænt, enda þá aðeins 27 ára gömul, að loknu síðasta tímabili eftir að hafa orðið Íslands- og bikarmeistari með uppeldisfélaginu Val.

„Ég tók mér pásu af nokkrum ástæðum en aðallega vegna þess að það var mikið álag hjá mér í læknisfræðinni og þetta var ekki alveg nógu skemmtilegt. Svo í sumar, þegar ég fékk aðeins frelsi og var bara að leika mér í fótbolta, fann ég gleðina aftur og langaði að komast aftur á völlinn.

Það fór að kitla. Þetta er náttúrlega svo stór hluti af manni, þessi bolti, og hefur verið. Svo fékk ég símtal frá Þrótti sem var erfitt að neita,“ sagði Elín í samtali við Morgunblaðið.

Mætir skilningi hjá Þrótti

Spurð hvort henni hafi þótt sem hún þyrfti einfaldlega að komast frá fótboltanum að loknu síðasta tímabili sagði Elín:

„Ég veit það ekki. Eins og ég hef sagt margoft hef ég verið í strembnu námi með boltanum og mér fannst þetta vera tímapunktur þar sem væri gott að geta ráðið sér sjálfur og einbeitt sér að náminu.

Núna er fínn skilningur með það hér hjá Þrótti. Mér finnst það ákveðinn kostur. Svo er líka aðeins farið að róast í náminu þó að þetta sé alltaf krefjandi. Þetta er kannski viðráðanlegra núna.“

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert