Færeyingurinn magnaður í sigri Íslendingaliðsins

Tryggvi Þórisson og félagar í Sävehof unnu frækinn sigur.
Tryggvi Þórisson og félagar í Sävehof unnu frækinn sigur. Jozo Cabraja

Færeyingurinn Óli Mittún fór á kostum í sigri Sävehof á Ystad, 28:27, í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um sænska meistaratitilinn í Partille í gær. 

Tryggvi Þórisson leikur með Sävehof en var ekki á meðal markaskorara í gær. 

Óli Mittún var markahæstur í liði Sävehof með átta mörk. Næsti leikur liðanna fer fram á morgun en þrjá sigra þarf til að verða sænskur meistari. 

Óli Mittún í leik með færeysku landsliði.
Óli Mittún í leik með færeysku landsliði. Ljósmynd/Sverri Egholm
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert