„Hafðu mig nú ekki fyrir því, en veistu hvað ég var að heyra?“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hélt erindi þegar Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru haldin á Grand Hótel á dögunum. Í erindi sínu talaði hann um kjaftagang sem fylgir þjóðinni vegna smæð hennar. 

„Smæðin getur líka alið á öðrum löstum. Þessi nánd. „Hafðu mig nú ekki fyrir því, en veistu hvað er að gerast, veistu hvað ég var að heyra?“,“ sagði Guðni í erindi sínu og bætti því við að hann nennti ekki að eyða frekari orðum í það. 

Í erindi sínu talaði Guðni um góða stjórnendur og gerði örlítið grín að svokölluðum Útrásarvíkingum sem þóttu töff fyrir bankahrun 2008. Hann sagði að mikið hefði verið rætt um hæfileika þeirra 2007 en svo hafi árið 2008 gengið í garð og þá hefði umræðan skyndilega þagnað. Guðni grínaðist með það að hann væri bara sagnfræðingur í launalausu leyfi frá Háskóla Íslands. 

„Það er það sama og einkennir okkar ágæta samfélag. Við reynum að snúa smæð okkar í styrk. Reynum að horfa á og efla styrkleikana sem búa hvar sem þeir kunna að vera. Og viðurkennum jafnvel líka veikleikana. Þetta samfélag okkar er sterkt og nýtur góðs af smæðinni. Smæðinni geta líka fylgt ókostir. Ég koma aðeins inn á það. Þessi nánd að búa á litla þorpinu Íslandi þar sem við þekkjum öll hvert annað og getur verið svo erfitt fyrir aðra að komast inn í samfélagið. Þetta getur verið okkur fjötur um fót. Smæðin getur líka alið á öðrum löstum. Þessi nánd. „Hafðu mig nú ekki fyrir því, en veistu hvað var að gerast, veistu hvað ég var að heyra?“,“ segir Guðni og sagðist ekki vilja eyða frekari orðum í það.

„En þá reynum við að hefja okkur yfir lestina og snúa smæðinni í styrk. Eins og áður sagði, og gera okkur betri, dag frá degi. Sem einstaklinga og sem samfélag.“

Ávarp forseta sem og upptöku frá Stjórnendaverðlaunum Stjórnvísi 2024 í heild sinni hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál