Elskaðu brjóstin á þér og allan líkamann

Sænska verslunarkeðjan Lindex er komin með splunkunýja undirfatalínu sem kallast „Love your breasts. We do“. Með þessari línu vill fyrirtækið fagna fjölbreytileikanum og hvetja kvenpeninginn til að elska sig eins og hann er. 

„Staðalímyndir hafa oft gefið fyrirframgefnar hugmyndir um það hvernig kvenmannslíkaminn á að líta út, þessu höfum við viljað breyta. Við viljum einfaldlega hvetja allar konur til að vera þær sjálfar og elska sjálfar sig eins og þær eru óháð stærð eða vexti,“ segir Linda Olsson yfirmaður markaðsdeildar Lindex. 

Lindex hefur verið í fararbroddi sem undirfatafyrirtæki síðan 1954 og hefur fyrirtækið lagt áherslu á að þjónusta hina venjulegu konu. Eitt af höfuðmarkmiðum Lindex er að efla og hvetja allar konur og er þessi undirfataherferð í takt við þau markmið. Hægt er að fylgjast með herferðinni á instagramsíðu Lindex @lindexiceland.

mbl.is