Léttklædd í partíi og drullusama um gagnrýni

Söngkonan Ciara gantaðist með partíklæðin.
Söngkonan Ciara gantaðist með partíklæðin. AFP

Söngkonan Ciara, sem gagnrýnd hefur verið fyrir fataval sitt í Óskarspartíi Vanity Fair, lætur alla slíka gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Hún sló á létta strengi á TikTok og grínaðist með hvernig hún myndi mæta í næsta partí tímaritsins. 

Ciara klæddist efnislitlum kjól í partíinu á sunnudagskvöld og undir honum var hún einungis í svörtum g-streng. Var hún talsvert gagnrýnd á samfélagsmiðlum fyrir að mæta „svo gott sem nakin“ í partíið. 

Söngkonan stefnir á að hylja líkama sinn á næsta ári.
Söngkonan stefnir á að hylja líkama sinn á næsta ári. Samsett mynd

Söngkonan klæddi sig því upp í hvítt lak sem huldi allt nema höfuð hennar og grínaðist með að þetta yrði kjóllinn hennar á næsta ári.

@ciara

Selective outrage 😭

♬ original sound - Devon Guzzie
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál