10 hlutir sem hjálpa þér að massa febrúar

Nýr mánuður býður upp á ný tækifæri!
Nýr mánuður býður upp á ný tækifæri! Samsett mynd

Febrúar er loksins genginn í garð eftir alltof langan janúarmánuð – hverjum datt eiginlega í hug að hafa fimm mánudaga í janúar? Nýr mánuður býður upp á ný tækifæri, ný markmið og nýtt hugarfar og því tilvalið að nýta sér það til fulls og setja sjálfan sig í fyrsta sæti.

Á óskalista vikunnar finnur þú því tíu hluti sem munu hjálpa þér að massa febrúar, hvort sem þig langar að ná betri árangri í ræktinni, hlúa betur að andlegu heilsunni eða hugsa betur um húðina. 

Vellíðan í fyrsta sæti!

Þú kemst eiginlega ekki hjá því að setja vellíðan í fyrsta sætið þegar þú ert í þessum bol. Hann getur verið áminning fyrir þig og aðra um hvað raunverulega skiptir máli í lífinu – að okkur og fólkinu okkar líði vel! 

Bolur frá Sporty and Rich fæst í Húrra og kostar …
Bolur frá Sporty and Rich fæst í Húrra og kostar 11.990 kr. Ljósmynd/Hurrareykjavik.is

Fullkomið eftir sturtuna eða baðið!

Það er fátt betra en að skella sér í góða sturtu eða heitt bað í kuldanum og dekra við sig með góðum húðvörum. Dekrið þarf þó ekki að stoppa á baðherberginu, en þetta fallega sett frá íslenska vörumerkinu Bari er tilvalið til að hoppa í eftir á svo þú getir haldið áfram að eiga notalega stund. 

Settið fæst hjá Bari og kostar 20.500 kr.
Settið fæst hjá Bari og kostar 20.500 kr. Ljósmynd/Bariofficial.is

Extra hvatning!

Það fylgir því alltaf extra mikil hvatning þegar maður bætir nýjum íþróttafötum við fataskápinn, en þessi flotti toppur frá Aim'n er fullkominn í bakið og kemur í nokkrum fallegum litum. 

Íþróttatoppur frá Aim'n fæst í Wodbúð og kostar 6.990 kr.
Íþróttatoppur frá Aim'n fæst í Wodbúð og kostar 6.990 kr. Ljósmynd/Wodbud.is

Veist þú hverjar þínar venjur eru?

Sífellt fleiri setja sér markmið um að lesa meira og kjósa að skilja símann eftir á kvöldin og taka þess í stað upp góða bók. Atomic Habits eftir James Clear hefur vakið mikla lukku um allan heim, en í henni eru venjur okkar útskýrðar og hvernig þær hafa áhrif á lífið, ómeðvitað og meðvitað. 

Atomic Habits fæst hjá Pennanum Eymundsson og kostar 4.199 kr.
Atomic Habits fæst hjá Pennanum Eymundsson og kostar 4.199 kr. Ljósmynd/Penninn.is

Hafðu töskuna tilbúna!

Það að hafa íþróttatöskuna tilbúna kvöldið áður getur verið góð leið til að koma manni út úr húsi, hvort sem það er á morgnanna eða beint eftir vinnu eða skóla. Þessi flotta taska er í fullkomri stærð, hvort sem þú ætlar að skella þér í ræktina eða sund!

Íþróttataska fæst í 66° Norður og kostar 19.000 kr.
Íþróttataska fæst í 66° Norður og kostar 19.000 kr. Ljósmynd/66north.com

Sikimjúk húð í febrúar!

Um leið og þú prófar Almond-sturtuolíuna frá L'Occitane munt þú skilja hvers vegna hún er svona vinsæl. Sturtuolían dekrar við húðina og gerir hana silkimjúka, en þvær hana um leið með mildri froðu. Lyktin er mild og góð, en varan hentar sérlega vel í kuldanum!

Sturtuolían fæst hjá L'Occitane og kostar 3.100 kr.
Sturtuolían fæst hjá L'Occitane og kostar 3.100 kr. Ljósmynd/Loccitane.com

Staldraðu við!

Við gleymum oft að staldra við og taka eftir því hvernig okkur líður í amstri dagsins. Þessi bók veitir þér rými til að staldra við, kanna og ígrunda hugsanir þínar og tilfinningar fyrir daginn, fyrirætlanir fyrir morgundaginn og almenna líðan þína. 

Care-dagbókin frá Kartotek Copenhagen fæst í Epal og kostar 4.500 …
Care-dagbókin frá Kartotek Copenhagen fæst í Epal og kostar 4.500 kr. Ljósmynd/Epal.is

Taktu hugleiðsluna á næsta level!

Þessi fallega silki augnhvíla er fullkomin fyrir þá sem vilja ná dýpri slökun en getur líka verið frábær viðbót í hugleiðslu- og núvitundaræfingum. Augnhvílan er með ljúfum og róandi lavender-ilm og er extra stór. 

Augnhvíla úr silki fæst í Systrasamlaginu og kostar 5.900 kr.
Augnhvíla úr silki fæst í Systrasamlaginu og kostar 5.900 kr. Ljósmynd/Systrasamlagid.is

Mundu eftir vatninu!

Það verður ekki of oft sagt hve mikilvægt það er að drekka nóg af vatni yfir daginn. Um 60% af líkamanum er vatn, en vatn er mikilvægt fyrir hina ýmsu líkamsstarfsemi. Það er því afar gott að venja sig á að hafa alltaf vatnsbrúsa við hendina, en þannig getur þú tryggt að þú drekkir nóg af vatni yfir daginn. 

Vatnsflaska frá Chilly's fæst hjá Org og kostar 4.950 kr.
Vatnsflaska frá Chilly's fæst hjá Org og kostar 4.950 kr. Ljósmynd/Orgreykjavik.is

Flottar og þægilegar!

Þessar buxur sameina tísku og þægindi – þær eru flottar í sniðinu en um leið afar þægilegar og úr mjúku efni. 

Buxurnar fást hjá Define the Line og kosta 12.990 kr.
Buxurnar fást hjá Define the Line og kosta 12.990 kr. Ljósmynd/Definethelinesport.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál