10 hlutir sem þykja þeir flottustu í kuldanum

Þú þarft ekki að fórna lúkkinu þó það sé kalt!
Þú þarft ekki að fórna lúkkinu þó það sé kalt! Samsett mynd

Kuldinn hefur látið finna rækilega fyrir sér síðustu vikur. Á mánudaginn birti þó yfir landanum þegar mikil gleðitíðindi bárust um hlýindi og tveggja stafa hitatölur um næstu helgi. Nú þykir þó ólíklegt að sú spá rætist og því aðeins tvennt í stöðunni – annað hvort að flýja á heitari slóðir eins og Salka Sól Eyfeld og Eva Laufey Kjaran gerðu, eða græja þig upp fyrir kuldann.

Á óskalista vikunnar má því finna tíu hluti sem gleðja augað og hlýja kroppnum – þú þarft nefnilega ekki að fórna lúkkinu né góða skapinu þó það sé kalt!

Þegar tíska og notagildi mætast!

Þessi geggjaða úlpa er frá norska merkinu Holzweiler sem hefur öðlast miklar vinsældir síðustu ár. Það er óhætt að segja að tíska og notagildi mætist í þessari flík, en hún er ekki bara flott heldur líka hlý og í góðri sídd – akkúrat það sem við þurfum fyrir íslenska vetrarveðrið.

Úlpa frá Holzweiler fæst hjá Andrá og kostar 149.900 kr.
Úlpa frá Holzweiler fæst hjá Andrá og kostar 149.900 kr. Ljósmynd/Andrareykjavik.com

Silkimjúkar og nærðar varir!

Góður varasalvi er ómissandi í kuldanum og frostinu sem hefur einkennt síðustu vikur. Þessi varasalvi frá íslenska merkinu BioEffect er splunkunýr, en hann kemur í veg fyrir þurrar varir og heldur þeim silkimjúkum og fallegum. Varasalvinn inniheldur nærandi innihaldsefni eins og jojobaolíu, avókadóolíu og sólbrómafrævax, en líka hýalúrónsýru sem veitir djúpan raka.

Varasalvi frá BioEffect kostar 3.890 kr.
Varasalvi frá BioEffect kostar 3.890 kr. Ljósmynd/Bioeffect.com

Það sem allir Íslendingar þurfa að eiga!

Ef það er eitt sem allir Íslendingar ættu að eiga í fataskápnum þá eru það flottar vindbuxur, enda þekkjum við vindinn og rokið aðeins betur en margar aðrar þjóðir. Þessar buxur eru frá Aim'n og eru í fáránlega flottu sniði.

Vindbuxur fást í Wodbúð og kosta 14.990 kr.
Vindbuxur fást í Wodbúð og kosta 14.990 kr. Ljósmynd/Wodbud.is

Jakki með veðurvörn!

Að undanförnu hafa vörur frá kanadíska útivistarmerkinu Arc'tyrex verið að gera allt vitlaust í tískuheiminum. Vörurnar þeirra eru stílhreinar og tímalausar, en það besta er að hægt er að nýta þær bæði hversdagslega og í útivist. Þessi jakki er fullkominn fyrir íslenskt veðurfar, en hann er með góðri öndun og veðurvörn!

Jakki frá Arc'tyrex fæst í Fjallakofanum og kostar 39.995 kr.
Jakki frá Arc'tyrex fæst í Fjallakofanum og kostar 39.995 kr. Ljósmynd/Fjallakofinn.is

Trylltar húfur!

Íslenska merkið Reykjavík Roses, sem stofnað var árið 2016, er með tryllta húfulínu um þessar mundir sem ætti að falla vel í kramið hjá tískuunnendum.

Húfa frá Reykjavik Roses fæst í Húrra og kostar 8.990 …
Húfa frá Reykjavik Roses fæst í Húrra og kostar 8.990 kr. Ljósmynd/Hurrareykjavik.is

 Draumur fyrir húðina!

Sea Butter-líkamskremið frá L'Occitane er sannkallaður draumur fyrir húðina í kuldanum, en formúlan hefur vakið mikla lukku enda afar nærandi og þægileg í notkun. Nú síðast sló handáburður úr sömu línu í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok.

Shea Body Rich Lotion fæst hjá L'Occitane og kostar 4.640 …
Shea Body Rich Lotion fæst hjá L'Occitane og kostar 4.640 kr. Ljósmynd/Loccitane.com

Tveir fyrir einn!

Þessi jakki er ekki bara flottur heldur líka praktískur. Hann er úr „faux“ leðri og feld, en hægt er að snúa honum á röngunni fyrir allt öðruvísi lúkk. Þú færð því í rauninni tvo jakka í einum – hljómar ekki illa!

Jakki fæst hjá Fou22 og kostar 44.900 kr.
Jakki fæst hjá Fou22 og kostar 44.900 kr. Ljósmynd/Fou22.is

Moon Boots æðið heldur áfram!

Moon Boots æðið virðist ekki vera á niðurleið, enda geggjaðir skór sem grípa klárlega augað. Svo skemmir ekki fyrir hve þægilegir þeir eru, en fólk líkir því að ganga í Moon Boots oft við að ganga á skýjum. 

Moon Boots fást hjá Mathilda og kosta 32.990 kr.
Moon Boots fást hjá Mathilda og kosta 32.990 kr. Ljósmynd/Mathilda.is

Mjúk og notaleg!

Það þurfa allir að eiga góða peysu í fataskápnum sem er í senn flott, mjúk og notaleg. Þessi fallega peysa uppfyllir allar þær kröfur!

Peysa frá Samsøe Samsøe fæst hjá NTC og kostar 26.995 …
Peysa frá Samsøe Samsøe fæst hjá NTC og kostar 26.995 kr. Ljósmynd/Ntc.is

Töfrandi ferðalag fyrir lyktarskynið!

Þessi dásamlegi ilmur frá Giorgio Armani er ávaxtakenndur blómailmur sem fer með lyktarskynið í töfrandi ferðalag. 

My Way Eau de Parfum Nectar fæst í Hagkaup og …
My Way Eau de Parfum Nectar fæst í Hagkaup og kostar 18.999 kr. Ljósmynd/Sephora.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál