Valur Íslandsmeistari í fyrsta skipti í 20 ár

Valsmenn fagna titlinum á Laugardalsvelli í dag.
Valsmenn fagna titlinum á Laugardalsvelli í dag. Brynjar Gauti
Valsmenn tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu í fyrsta skipti í 20 ár þegar þeir sigruðu HK, 1:0, í lokaumferð Landsbankadeildar karla á Laugardalsvellinum. Atli Sveinn Þórarinsson skoraði sigurmarkið strax á 13. mínútu.

FH sigraði Víking, 3:1. Valur fékk því 38 stig og FH 37 stig.

Skagamenn enduðu í þriðja sæti, þeir gerðu jafntefli, 3:3, við Keflavík á meðan KR og Fylkir skildu jöfn, 1:1.

Fylgst var með gangi mála í textalýsingum hér á mbl.is.

Í þessari lýsingu var fylgst með baráttu Vals og FH um titilinn, sem og einvígi ÍA og Fylkis um þriðja sætið sem getur gefið þátttökurétt í UEFA-bikarnum. Í annarri lýsingu var svo fylgst með botnbaráttunni.

Valur - HK 1:0, lokatölur

90. Hörður Már Magnússon með aukaspyrnu, rétt yfir mark Vals.

75. Áhorfendur eru 2.352.

63. Helgi Sigurðsson kemst í dauðafæri við vítapunkt HK og þrumar boltanum í þverslána.

53. Stefán Eggertsson með gott skot að marki Vals af 20 m færi en Kjartan ver útvið stöng.

47. Oliver Jaeger með hörkuskot að marki Vals frá vítateig en Kjartan ver.

46. Oliver Jaeger í dauðafæri á markteig Vals en skallar beint á Kjartan markvörð.

Staðan 1:0 í hálfleik.

42. Atli Sveinn Þórarinsson með skalla rétt framhjá marki HK eftir aukaspyrnu frá Rene Carlsen.

30. Baldur I. Aðalsteinsson fer meiddur af velli hjá Val og Hafþór Ægir Vilhjálmsson kemur í hans stað.

24. Calum Þór Bett skorar fyrir HK en markið er dæmt af vegna brots á Kjartani markverði Vals.

22. Helgi Sigurðsson í dauðafæri eftir skyndisókn en skýtur framhjá marki HK.

17. Helgi Sigurðsson skallar boltann í mark HK en er dæmdur rangstæður.

13. Atli Sveinn Þórarinsson kemur Val yfir með marki af stuttu færi eftir þunga sókn og fyrirgjöf Baldurs Aðalsteinssonar frá hægri.

7. Jón Þorgrímur Stefánsson fær sendingu innfyrir vörn Vals frá Brynjari Víðissyni en varnarmenn bjarga á síðustu stundu.

Lið Vals: Kjartan Sturluson, Birkir Sævarsson, Atli S. Þórarinsson, Barry Smith, Rene Carlsen, Baldur Aðalsteinsson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Pálmi Rafn Pálmason, Bjarni Ólafur Eiríksson, Guðmundur Benediktsson, Helgi Sigurðsson.

Lið HK: Gunnleifur Gunnleifsson, Stefán Eggertsson, Ásgrímur Albertsson, Finnbogi Llorens, Jóhann Björnsson, Hermann Geir Þórsson, Calum Þór Bett, Brynjar Víðisson, Hörður Már Magnússon, Jón Þorgrímur Stefánsson, Oliver Jaeger.

Víkingur R. - FH 1:3, lokatölur

Sinisa V. Kekic kom Víkingum yfir á 6. mínútu, 1:0, en Dennis Siim jafnaði metin fyrir FH á 14. mínútu með skoti af 30 m færi.

FH náði síðan forystunni á 55. mínútu, 1:2, með marki Matthíasar Guðmundssonar og í blálokin skoraði Arnar Gunnlaugsson, 1:3.

Lið Víkings: Ingvar Kale, Höskuldur Eiríksson, Grétar Sigurðarson, Milos Glogovac, Hörður Bjarnason, Þorvaldur Sveinsson, Jón B. Hermannsson, Sinisa V. Kekic, Viðar Guðjónsson, Gunnar Kristjánsson, Egill Atlason.

Lið FH: Daði Lárusson, Guðmundur Sævarsson, Dennis Siim, Tommy Nielsen, Freyr Bjarnason, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Bjarki Gunnlaugsson, Sigurvin Ólafsson, Matthías Guðmundsson, Arnar Gunnlaugsson, Tryggvi Guðmundsson.

Keflavík - ÍA 3:3 lokatölur

Hallgrímur Jónasson kom Keflavík yfir á 2. mínútu með skalla eftir sendingu frá Marko Kotilainen. Vjekoslav Svadumovic jafnaði fyrir ÍA á 15. mínútu. Hallgrímur skoraði aftur og kom Keflavík í 2:1 á 20. mínútu. Guðjón Árni Antoníusson skoraði síðan fyrir Keflavík, 3:1, á 26. mínútu. Bjarni Guðjónsson minnkaði muninn fyrir ÍA á 44. mínútu, 3:2.

Jón Vilhelm Ákason jafnaði fyrir ÍA, 3:3, á 65. mínútu, nýkominn inná sem varamaður.

Lið Keflavíkur: Bjarki F. Guðmundsson, Guðjón Antoníusson, Guðmundur Mete, Kenneth Gustafsson, Branislav Milicevic, Einar Orri Einarsson, Marko Kotilainen, Nikolai Jörgensen, Jónas Guðni Sævarsson, Hallgrímur Jónasson, Magnús Þorsteinsson.

Lið ÍA: Páll Gísli Jónsson, Kári Steinn Reynisson, Árni Thor Guðmundsson, Dario Cingel, Heimir Einarsson, Guðjón Heiðar Sveinsson, Andri Júlíusson, Helgi Pétur Magnússon, Bjarni Guðjónsson, Björn Bergmann Sigurðarson, Vjekoslav Svadumovic.

Valsmenn fagna Íslandsmeistaratitlinum á Laugardalsvellinum í dag.
Valsmenn fagna Íslandsmeistaratitlinum á Laugardalsvellinum í dag. Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina