„Stór brekka fyrir okkur“

Gunnlaugur Jónsson og lærisveinar hans í liði ÍA sólu nánast aldrei til sólar í leiknum gegn FH í Kaplakrika í kvöld þar sem FH-ingar fögnuðu öruggum 4:1 sigri.

„Þetta var töluvert stór brekka fyrir okkur. Mér leist ágætlega á blikuna fyrstu fjórar mínútur leiksins en við misstum síðan taktinn í varnarleik okkar og þeir fengu að leika lausum hala. Það kom mér ekki á óvart að FH-ingar kæmu grimmir til leiks eftir þeirra síðasta leik,“ sagði Gunnlaugur við mbl.is en allt viðtalið við hann er á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is