Feðgin fyrirliðar í 70. landsleik

Sif Atladóttir í landsleik.
Sif Atladóttir í landsleik. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sif Atladóttir var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu í dag þegar það beið lægri hlut fyrir Noregi, 1:2, í vináttulandsleik á La Manga á Spáni.

Sif lék sinn 70. landsleik og var fyrirliði í fyrsta skipti. Faðir hennar, Atli Eðvaldsson, var fyrirliði í sínum 70. og síðasta landsleik fyrir Íslands hönd árið 1991, rétt eins og í mörgum þar á undan.

Væntanlega eru engin fordæmi fyrir því í heiminum að feðgin hafi bæði verið fyrirliðar landsliðs þjóðar sinnar í 70. landsleiknum.

Fyrirliðabandið hefur víðar komið við í fjölskyldunni því Jóhannes Eðvaldsson, bróðir Atla, var landsliðsfyrirliði Íslands um árabil.

Atli Eðvaldsson var landsliðsfyrirliði Íslands um árabil og síðan landsliðsþjálfari.
Atli Eðvaldsson var landsliðsfyrirliði Íslands um árabil og síðan landsliðsþjálfari. mbl.is/Arnaldur Halldórsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert