Lið Fjölnis styrkist til muna

Bergsveinn Ólafsson mun klæðast Fjölnistreyjunni á ný.
Bergsveinn Ólafsson mun klæðast Fjölnistreyjunni á ný. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Bergsveinn Ólafsson, fyrrverandi fyrirliði knattspyrnuliðs Fjölnis, er genginn í raðir félagsins á ný eftir tveggja ára veru hjá FH. Guðmundur Karl Guðmundsson er einnig kominn í Fjölni á ný frá FH eftir eins árs dvöl en hann var fyrirliði Fjölnis í eitt ár eftir að Bergsveinn fór í FH.

Skrifuðu þeir undir samning við Fjölni á blaðamannafundi sem nú stendur yfir í Egilshöllinni. Bergsveinn samdi við Fjölni til þriggja ára og Guðmundur til tveggja ára. Báðir eru þeir uppaldir í félaginu, Bergsveinn frá barnæsku en Guðmundur kom 15 ára til Fjölnis frá Ægi í Þorlákshöfn.

Bergsveinn er 26 ára gamall og var lykilmaður í Fjölnisliðinu sumarið 2015 og lék þá í hjarta varnarinnar. Guðmundur er 27 ára og er nokkuð fjölhæfur en hefur gjarnan leikið á miðjunni.  

Guðmundur Karl Guðmundsson.
Guðmundur Karl Guðmundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert