Arnar fékk lengra bann en Arnar

Arnar Grétarsson er kominn í tveggja leikja bann.
Arnar Grétarsson er kominn í tveggja leikja bann. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Arnar Grétarsson þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ.

Arnar fékk rautt spjald í leik Vals og Breiðabliks í Bestu deildinni í gærkvöldi. Í stað hefðbundins eins leiks bann eru leikirnir tveir.

Nafni hans og kollegi hjá Víkingi Arnar Gunnlaugsson fékk til að mynda eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk er Víkingur og HK mættust í Kórnum.

Adam Ægir Pálsson hjá Val og Guy Smit úr KR eru komnir í bann fyrir að hafa fengið rautt spjald. Smit fékk sitt rauða spjald gegn KA og Adam gegn Breiðabliki.

Þá eru þeir Alex Freyr Elísson úr Fram, Nikulás Val Gunnarsson hjá Fylki, Marko Vardic úr ÍA, Aron Kristófer Lárusson hjá KR og Vestramaðurinn Tarik Ibrahimagic komnir í bann fyrir að fá fjögur gul spjöld í fyrstu fimm umferðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert