Draumur Alberts breyst – ánægður á Ítalíu

Albert Guðmundsson kann afar vel við sig á Ítalíu.
Albert Guðmundsson kann afar vel við sig á Ítalíu. Ljósmynd/Alex Nicodim

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson hefur farið á kostum með Genoa á Ítalíu á leiktíðinni og skorað 16 mörk í 34 leikjum í öllum keppnum.

Fyrir vikið hefur hann verið orðaður við fjölmörg stór félög, bæði á Ítalíu og Englandi. Albert er ekki að flýta sér að flytja í nýtt land, þar sem hann er mjög ánægður með lífið og tilveruna á Ítalíu.

„Þegar ég var krakki dreymdi mig um að spila í ensku úrvalsdeildinni en síðan ég flutti til Ítalíu hefur það breyst. Ég kann mjög vel við Ítalíu og ítölsku deildina. Mér líkar lífið og fótboltinn hérna,“ sagði Albert við CBS.

Genoa greiddi aðeins 1,5 milljónir evra fyrir Albert er félagið keypti hann frá AZ Alkmaar í Hollandi í janúar 2022. Ítalska félagið gæti fengið allt að 40 milljónir evra fyrir leikmanninn í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert