Gylfi er orðinn leikfær

Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson á landsliðsæfingu í …
Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson á landsliðsæfingu í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikfær. Þetta kom fram hjá Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfara á blaðamannafundi sem nú stendur yfir í Laugardalnum. 

„Gylfi er tilbúinn í slaginn. Hann er leikfær. Ekki hefur verið ákveðið hvort honum verði teflt fram eða ekki. Ég segi í fullri hreinskilni að hann er leikfær enda hefur hann lagt afar hart að sér við æfingar,“ sagði Heimir Hallgrímsson. 

Allir leikmenn eru þá leikfærir á morgun nema Aron Einar Gunnarsson. „Aron vill spila en ég held að það væri óráðlegt. Ég býst því ekki við því að hann komi við sögu gegn Noregi eða Gana. En hann er á réttri leið og bati hans hefur jafnvel verið betri en við þorðum að vona,“ sagði Heimir ennfremur. 

Ísland mætir Noregi annað kvöld á Laugardalsvelli en leikurinn hefst klukkan 20.00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert