Vill komast á grasið og tala ensku

Heimir Hallgrímsson
Heimir Hallgrímsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvert fer Heimir Hallgrímsson? Er hann ekki þegar kominn með eitthvað fast í hendi? Hefði hann að öðrum kosti hætt í „besta starfi í heimi,“ eins og hann hefur sjálfur margoft kallað starf þjálfara karlalandsliðs Íslands í fótbolta?

Heimir hefur hingað til verið heiðarleikinn uppmálaður á allan hátt. Það er því ekki hægt annað en að trúa því þegar hann segir, í fullri einlægni, að það sé ekkert á hreinu í þeim efnum hvar hann muni næst klæðast þjálfaragallanum.

Þegar ég hitti Heimi í hádeginu í gær, í lok fréttamannafundarins þar sem hann fór yfir þessa ákvörðun sína, sagði hann tvennt varðandi það hver næsti vinnustaður hans yrði. Væntanlega félagslið og væntanlega í enskumælandi landi. „Enskumælandi“ getur að sjálfsögðu verið sveigjanlegt hugtak og ekki bara átt við um Bretland, Bandaríkin og Ástralíu heldur líka Norðurlönd, Holland og Belgíu.

Sjáðu greinina um Heimi í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert