Njarðvík skildi Magna eftir í slæmum málum

Njarðvíkingar unnu mikilvægan sigur í dag.
Njarðvíkingar unnu mikilvægan sigur í dag. mbl.is/Valgarður Gíslason

Njarðvík vann gríðarlega mikilvægan 2:1-sigur á Magna í fallslag í 1. deild karla í fótbolta, Inkasso-deildinni, á heimavelli sínum í dag. Njarðvík fór langt með að tryggja áframhaldandi sæti í deildinni með sigrinum og er Magni í afar erfiðum málum á botninum. 

Arnór Björnsson kom Njarðvíkingum yfir á 11. mínútu og Kenneth Hogg bætti við marki á 26. mínútu og var staðan í hálfleik 2:0. Pawel Gridzinski skoraði sjálfsmark á 86. mínútu og lagaði stöðuna fyrir Magna en nær komust Magnamenn ekki. 

Njarðvík fór upp í áttunda sæti með sigrinum og þarf ansi mikið að gerast til að liði falli niður um deild úr þessu. Magni er hins vegar á botninum með 13 stig, fimm stigum frá öruggu sæti í deildinni, þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert