Katrín best af eldri leikmönnum

Katrín Ómarsdóttir í leik með KR gegn Stjörnunni í sumar.
Katrín Ómarsdóttir í leik með KR gegn Stjörnunni í sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Ómarsdóttir, miðjumaðurinn reyndi úr KR, var besti leikmaðurinn í Pepsi-deild kvenna 2018, í hópi þeirra sem eru fæddar árið 1989 og fyrr, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins.

Katrín var afgerandi best í þessum hópi með 12 M en Harpa Þorsteinsdóttir kemur næst á eftir henni með 9 M. Harpa missti af fimm leikjum eftir að hafa slitið krossband og Katrín missti af þremur leikjum vegna meiðsla þannig að þær hefðu hæglega getað blandað sér í baráttuna meðal þeirra allra bestu í deildinni.

Tvær aðrar í liðinu misstu mikið úr, Rílaný Silva lék aðeins fyrstu 9 leiki Grindavíkur og Dóra María Lárusdóttir var ekki með í fyrstu sex leikjum Vals.

Sjá heild­arniður­stöðuna í M-gjöf Morg­un­blaðsins 2018 og val á liði árs­ins, úr­valsliði er­lendra leik­manna, úr­valsliði ungra leik­manna, úr­valsliði eldri leik­manna og fimm bestu leik­menn í hverju liði Pepsi-deild­ar kvenna 2018 í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert