Fæ frið í Eyjum til að einbeita mér að fótbolta

Óttar Bjarni Guðmundsson og Gary Martin
Óttar Bjarni Guðmundsson og Gary Martin mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta var mjög erfiður tími. Það hafa nú ekki margir spurt mig um hvernig mér leið. Fólk vill bara einhverjar brjálæðislegar sögur en þannig var þetta ekki,“ segir Gary Martin, nýjasti liðsmaður knattspyrnuliðs ÍBV.

Eftir skamma dvöl hjá Val, sem leysti enska framherjann undan þriggja ára samningi á dögunum, vonast Gary til þess að finna hamingjuna í fótboltanum á nýjan leik fjarri höfuðborginni á eyjunni grænu.

Gary segir „sápuóperuna“ varðandi það hve snöggan enda dvöl hans hjá Val tók ekki eiga sér flóknari skýringu en þá að Ólafur Jóhannesson þjálfari hafi ekki talið lengur að Gary hentaði liðinu. Hann spilaði aðeins þrjá deildarleiki fyrir Val og skoraði í þeim tvö mörk áður en hann gerði starfslokasamning við félagið, eftir að hafa verið settur út úr leikmannahópnum og meinaður aðgangur að æfingum.

„Óli tók þessa ákvörðun og ég virði hana. Fólk fattar ekki að ég er í raun og veru sammála því sem hann sagði. Mér fannst ég ekki spila vel. Þetta var ekki auðvelt, en þetta sýndi mér bara að sama hvað þá geta hlutirnir breyst mjög hratt í fótbolta.“

Viðtalið við Gary Martin í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert