Blikakonur sjá ennþá toppsætið

Sóley Guðmundsdóttir í Stjörnunni leitar leiða framhjá Selmu Sól Magnúsdóttur …
Sóley Guðmundsdóttir í Stjörnunni leitar leiða framhjá Selmu Sól Magnúsdóttur úr Breiðabliki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eftir mörg færi og mörg næstum-því færi náði Breiðablikskonur 2:0 sigri á Stjörnunni í Kópavoginum í dag þegar fram fór 15. umferð efstu deildar kvenna í knattspyrnu, Pepsi-deildinni.  Blikar eru því enn fast á hæla Valskvenna um efsta sætið, með tveimur stigum minna þegar 3 umferðir eru eftir.

Blikakonur byrjuðu með látum og áttu nokkur góð skot á mark Garðbæinga, sem sjálfir komu sér í ágæt færi.  Leikurinn jafnaðist um tíma en þegar Agla María Albertsdóttir skoraði af stuttu færi á 20. mínútu eftir frábæran undirbúning Karólinar Leu Vilhjálmsdóttur fóru sóknir Blika að þyngjast aftur.  Fram að leikhlé áttu gestirnir úr Garðabæ eitt skot að marki.

Á 60. mínútu kom Alexandra Jóhannsdóttir Blikum í 2:0 með skalla af stuttu færi eftir frábæra sendingu Karólínu Ýr.  Eitthvað jafnaðist leikurinn eftir það en ekki von á sviptingum, nema ef haustlægðin bætti við sig.

Nú þegar þrjár umferðir eru eftir hefur Valur, eftir sigur á Fylki í dag, enn tveimur stigum betur á Breiðablik sem er með 41 stig en liðin mætast í næstsíðustu umferð mótsins.  Stjarnan færðist niður í 7. sæti deildarinnar.

Breiðablik 2:0 Stjarnan opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert