Þeir sem geta klúðrað því erum við sjálfir

Ólafur Kristjánsson, þálfari FH.
Ólafur Kristjánsson, þálfari FH. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

„Staðan er góð hvað Evrópusætið varðar en þeir sem geta klúðrað því erum við sjálfir. Stigin þrjú voru nauðsynleg. Það hefði skapað mikla spennu ef við hefðum ekki unnið,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, við Morgunblaðið eftir 6:4 sinna manna gegn ÍBV í 20. umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu í Kaplakrika í gær.

FH er í þriðja sæti deildarinnar og er fimm stigum á undan Stjörnunni þegar tvær umferðir eru eftir.

„Fyrstu 79 mínúturnar voru virkilega vel spilaðar af okkar hálfu. Það voru mikil vonbrigði í okkar herbúðum eftir laugardaginn og maður veit aldrei hvernig menn svara fyrir sig og mæta liði sem er fallið og hefur ekki að neinu að keppa. En mér fannst strákarnir svara vel. Við skoruðum sex mörk og hefðum getað skorað miklu fleiri. Svo hættu menn of snemma, misstu einbeitingu og var refsað fyrir það,“ sagði Ólafur.

Sjá alla greinina um leikina í Pepsi Max-deildinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert