„Er vonandi ekki að jinxa neitt“

Gylfi Þór Sigurðsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins …
Gylfi Þór Sigurðsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í Laugardalnum í dag. mbl.is/Eggert

Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, mun bera fyrirliðabandið á morgun í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar þegar Ísland tekur á móti Frakklandi í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli. Gylfi sat fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins á Laugardalsvelli í dag þar sem hann ræddi meðal annars fyrri leik liðanna í París sem lauk með 4:0-sigri Frakka.

Við þurfum að verjast betur í fyrsta lagi. Leikurinn í París var leikur þar sem við spiluðum ekki eins og við erum vanir að gera. Einkenni liðsins voru ekki til staðar en að sama skapi spiluðu Frakkar mjög vel á meðan við vorum slakir. Það verður annað upp á teningnum á morgun.

Íslenska landsliðinu hefur gengið afar vel á Laugardalsvelli í gegnum tíðina og vonar Gylfi að áframhald verði á gengi liðsins í Laugardalnum á morgun.

„Við höfum verið afar erfiðir heim að sækja, undanfarin fimm til sex ár. Við ræddum það á dögunum að það er orðið ansi langt síðan við töpuðum leik á heimavelli í undankeppni. Stemningin á leikjunum er alltaf frábær og vonandi er ég ekki að jinxa neitt þegar ég segi að það er erfitt að koma hingað. Vonandi verður þetta gott kvöld á Laugardalsvelli á morgun.“

Gylfi ræddi einnig Aron Einar Gunnarsson og mikilvægi hans fyrir íslenska liðið en Aron Einar missir af leiknum vegna meiðsla.

Aron er auðvitað fyrirliði Íslands og hrikalega mikilvægur bæði innan sem utan vallar. Hann er hávær og það er mikil virðing borin fyrir honum innan liðsins. Hvernig við spilum breytist ekki mikið og það mun einhver koma inn fyrir hann sem þarf að standa sig. Óvist hvort Aron verði með í næstu leikjum og þetta er þess vegna frábært tækifæri fyrir aðra leikmenn að vinna sig inn í liðið,“ sagði Gylfi.

Frá æfingu íslenska liðsins á Laugardalsvelli í gær.
Frá æfingu íslenska liðsins á Laugardalsvelli í gær. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert