Lennon með föst skot á FH?

Steven Lennon í leik gegn Stjörnunni í sumar.
Steven Lennon í leik gegn Stjörnunni í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Steven Lennon, skoskur knattspyrnumaður hjá FH, virðist skjóta á félagið í færslu sem hann birti á Instagram-síðu sinni. Lennon er sem stendur í fríi á Tenerífe og virðist fara vel um kappann. 

Á mynd þar sem sonur leikmannsins er að grafa í sand á strönd, skrifaði Lennon: „Strákurinn að leita að laununum mínum.“ Virðist Lennon vera að skjóta á FH, en launamál félagsins voru nokkuð í umræðunni í sumar og orðrómar þess efnis að leikmenn væru ekki að fá greitt frá félaginu voru háværir. 

Lennon hefur verið einn besti framherji landsins síðustu ár og skoraði hann þrettán mörk í nítján leikjum í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og fimm mörk í fjórum bikarleikjum. Þá hefur hann skorað 71 mark í 147 leikjum í efstu deild hér á landi með Fram og FH. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert