Sævar á skotskónum — Marija með þrennu — Sigurmark Birnis

Marija Radojicic var á skotskónum hjá Fylki gegn Víkingi.
Marija Radojicic var á skotskónum hjá Fylki gegn Víkingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

—Valur og Leiknir standa vel að vígi í B-riðli Reykjavíkurmóts karla og Marija Radojicic skoraði þrennu fyrir Fylki í Reykjavíkurmóti kvenna. Margir leikir leikir fóru fram í vetrarmótunum í fótbolta í gær og á föstudagskvöldið.

Sævar Atli Magnússon skoraði tvö marka Leiknis R. í sigri á Fram, 3:2, þar sem þrjú rauð spjöld fóru á loft. Sævar hefur skorað fimm af sex mörkum Leiknismanna í tveimur leikjum í mótinu. Valur er með sex stig og Leiknir fjögur eftir tvær umferðir af þremur í riðlinum. 

Birnir Snær Ingason tryggði HK sigur á FH, 2:1, í Fótbolta.net-móti karla. Breiðablik er með sex stig eftir tvo leiki í riðlinum eftir 2:0-sigur á ÍBV en sá leikur var spilaður á Kópavogsvelli og í fyrsta sinn sem leikinn er mótsleikur utanhúss á þeim velli í janúarmánuði.

Reykjavíkurmót karla, B-riðill:

Valur  Víkingur R. 3:0
Patrick Pedersen 21., Einar Karl Ingvarsson 34., Haukur Páll Sigurðsson 56.

Fram  Leiknir R. 2:3
Þórir Guðjónsson 37., Albert Hafsteinsson 70.(v) -- Sævar Atli Magnússon 21., 54.(v), Róbert Quental Árnason. Rauð spjöld: Gunnar Gunnarsson (Fram) 45., Ernir Freyr Guðnason (Leikni) 50., Alex Freyr Elísson (Fram) 90.

Reykjavíkurmót kvenna

Víkingur R.  Fylkir 0:7
Marija Radojicic 10., 65., 88., Eva Rut Ásþórsdóttir 24., Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir 27., Anna Kolbrún Ólafsdóttir 82., Birna Kristín Eiríksdóttir 87.

Fótbolti.net mót karla, A-deild

ÍA  Grindavík 2:0
Brynjar Snær Pálsson 50., Viktor Jónsson 59.

HK  FH 2:1
Atli Arnarson 45., Birnir Snær Ingason 87.  Kristján Ólafsson 85.

Breiðablik  ÍBV 2:0
Brynjólfur Darri Willumsson, Gísli Eyjólfsson.

Norðurlandsmót kvenna, Kjarnafæðismótið

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir  Tindastóll 1:0

Norðurlandsmót karla, Kjarnafæðismótið:

KA 2  Völsungur 3:2
KF  Höttur/Huginn 0:0

Faxaflóamót kvenna, B-deild:

ÍA  Augnablik 3:2
Grótta — ÍBV 1:0

Fótbolti.net mót karla, B-deild:

Afturelding  Selfoss 6:2
Vestri  Haukar 0:3

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert