Kristinn kominn til Breiðabliks?

Kristinn Steindórsson í leik með Breiðabliki.
Kristinn Steindórsson í leik með Breiðabliki. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Knattspyrnumaðurinn Kristinn Steindórsson hefur skrifað undir samning hjá uppeldisfélagi sínu Breiðabliki, samkvæmt heimildum 433.is. Kristinn vildi þó ekki staðfesta tíðindin í samtali við mbl.is. 

Kristinn varð samningslaus um áramótin, er samningur hans við FH rann sitt skeið. Kristinn gekk í raðir FH sumarið 2018, eftir veru hjá Halmstad og Sundsvall í Svíþjóð og Columbus Crew í Bandaríkjunum. 

Kristinn lék 32 leiki með FH en tókst ekki að skora. Hann hefur alls skorað 34 mörk í 112 leikjum í efstu deild hér á landi og tvö mörk í þremur A-landsleikjum. Hann varð Íslands- og bikarmeistari með Breiðabliki árin 2009 og 2010 og skoraði 34 mörk í 83 leikjum fyrir liðið í efstu deild.

mbl.is