Fjórar gætu leikið sinn fyrsta landsleik

Íslenska landsliðið spilar á Spáni í næsta mánuði.
Íslenska landsliðið spilar á Spáni í næsta mánuði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest val sitt á landsliðshóp sem mætir Norður-Írlandi, Skotlandi og Úkraínu í byrjun næsta mánaðar. Ísland er á meðal þátttakenda á Pinatar-bikarnum á Spáni. 

Tveir nýliðar eru í hópnum, en þær Berglind Rós Ágústsdóttir og Natasha Anasi hafa aldrei áður verið valdar. Natasha, leikmaður Keflavíkur, er stuttu komin með íslenskan ríkisborgararétt.

Alls eru fjórir leikmenn í hópnum sem gætu leikið sinn fyrsta landsleik, þar af tveir markverðir; Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir, en þær voru í síðasta landsliðshópi ársins 2019 þegar Ísland mætti Frakklandi og Lettlandi.

Fimm breytingar eru á þeim hópi en auk Berglindar og Natöshu koma Anna Rakel Pétursdóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir og Elísa Viðarsdóttir inn í hópinn eftir mislangt hlé. Út úr hópnum fara Margrét Lára Viðarsdóttir, sem hefur lagt skóna á hilluna, Sif Atladóttir sem er meidd, Sandra María Jessen, Anna Björk Kristjánsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir.

Íslenski landsliðshópurinn fyrir Pinatar-bikarinn: 

Sandra Sigurðardóttir, Val | 27 leikir

Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Fylki

Ingibjörg Valgeirsdóttir, KR

Hallbera Guðný Gísladóttir, Val | 109 leikir

Glódís Perla Viggósdóttir. Rosengård | 81 leikur, 6 mörk

Berglind Rós Ágústsdóttir, Fylki

Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgården | 27 leikir

Guðný Árnadóttir, Val | 5 leikir

Anna Rakel Pétursdóttir, Uppsala | 6 leikir

Natasha Anasi, Keflavík

Elísa Viðarsdóttir, Val | 36 leikir

Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg | 129 leikir, 20 mörk

Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi | 85 leikir, 25 mörk

Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki | 5 leikir, 1 mark

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals | 68 leikir, 9 mörk

Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki | 100 leikir, 9 mörk

Sigríður Lára Garðarsdóttir, FH | 18 leikir

Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki | 27 leikir, 2 mörk

Fanndís Friðriksdóttir, Val | 106 leikir, 17 mörk

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, AC Milan | 44 leikir, 4 mörk

Elín Metta Jensen, val | 46 leikir, 14 mörk

Hlín Eiríksdóttir, Val | 12 leikir, 3 mörk

Svava Rós Guðmundsdóttir, Kristianstad | 19 leikir, 1 mark

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert