Frá KR til Gróttu

Axel Sigurðarson skrifaði undir tveggja ára samning við Gróttu.
Axel Sigurðarson skrifaði undir tveggja ára samning við Gróttu. Ljósmynd/Grótta

Axel Sigurðarson er genginn til liðs við knattspyrnulið Gróttu og mun hann spila með liðinu í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, næsta sumar. Axel kemur til Gróttu frá uppeldisfélagi sínu KR en hann skrifar undir tveggja ára samning við Gróttu.

Axel lék sem lánsmaður hjá Gróttu á síðasta tímabili þar sem hann sló í gegn en Grótta vann 1. deildina og leikur í efstu deild í sumar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Axel á að baki 5 leiki í efstu deild með KR en hann hefur einnig spilað með HK og ÍR á ferlinum.

Það er mikið gleðiefni að Axel muni spila með Gróttu á komandi tímabili, enda öflugur sóknarmaður sem mikils er vænst af. Við bjóðum Axel hjartanlega velkominn aftur á Nesið!“ segir í tilkynningu frá Gróttu.

mbl.is